Læknaneminn - 01.07.1973, Blaðsíða 23
HVAÐ KOM
t LJÓS?
Gerð var eftirrannsókn hjá kon-
um, sem eytt var fóstri hjá á ár-
unum 1966—67. Rannsóknin var
gerð 4-5 árum eftir fóstureyð-
ingu. Af Reykjavíkursvœðinu tóku
76 konur þátt í rannsókninni með
persónulegu viðtali við lœkni og
félagsráðgjafa. I Ijós kom m. a.:
1. Hvernig konur já fóstureyð-
mgu. Langflestar voru konurnar á
aldrinum 30-49 ára, giftar fjöl-
byrjur með þéttar fæðingar að
baki og ung börn, heilsulitlar og
slitnar. Fóstureyðingar hjá ung-
um stúlkum og konum eru mjög
fátiðar hér á landi. Stúlkur á Is-
landi verða mjög ungar mæður.
1966-70 svara 16-19 ára slúlkur
fyrir 51,8% allra fæðinga, en að-
eins 5% af öllum fóstureyðingum
eru framkvæmdar hjá þessum ald-
ursflokki.
Hjá grannþjóðum okkar eru
fóstureyðingar algengar hjá ung-
um konum og ógiftum og er til-
efni fóstureyðinganna þar, að svo
ungar hafi stúlkurnar vart náð
nægum þroska og hafi sjaldan
fullnægjandi ytri aðstæður til að
geta veitt barni fullgóða umönnun
og uppvaxtarskilyrði.
1969 kom í ljós við könnun á
vegum Félagsmálaráðs Reykja-
víkurborgar, að 54% ógiftra
barnshafandi kvenna það ár voru
á aldrinum 15-19 ára. Þessi stóri
hópur verðandi mæðra reyndist í
mörgum lilfellum mjög illa stadd-
ur félagslega. Hjálparmöguleikar
hafa lítið batnað síðan. Það er
óhætl að fullyrða, að börn ein-
stæðra mæðra hafa lakari uppvaxt-
arskilyrði frá upphafi vegna æsku
og erfiðra aðstæðna móður og
vegna föðurleysis.
Við eftirrannsókn hafa 22,5%
kvennanna engin afskipti af fyrr-
verandi verðandi barnsföður. Má
ætla, að þau börn hefðu öll farið
á mis við að njóta umönnunar
beggja foreldra sinna.
Aðeins 5,3% kvennanna eru
ógiftar og engin þeirra undir 25
ára aldri. í Svíþjóð er 51% fóst-
ureyðinga gerðar á konum undir
25 ára aldri.
44,7% kvennanna í eftirrann-
sókninni eiga 5 börn eða fleiri.
Samsvarandi sænsk tala er 2%.
Aðeins ein íslenzku kvennanna
var óbyrja. I Svíþjóð er það i/3
hluti, sem ekki á börn fyrir.
Afbrigði meðgöngu og fæðing-
ar hafði komið fyrir í 31,6% til-
fella.
21,1% höfðu áður fengið eytt
fóstri. Olögleg fóstureyðing hafði
verið framkvæmd á 2 konum og
sögðu þær það óhugnanlega
reynslu.
25% kvennanna gátu um erfiða
bernsku og uppvöxt.
64,4% kvennanna hætti annað
hvort námi eftir barnaskóla
(34,2%) eða sat aðeins 1-2 vet-
ur í gagnfræðaskóla. 2,6% hafa
háskólamennlun. 1969 hafði rúm-
lega þriðjungur ógiftra, barns-
hafandi kvenna aðeins skyldu-
námsmenntun að baki sér.
60,5% kvennanna unnu úli að
hluta eða fulla vinnu þrátt fyrir
ómegð og erfiðleika á gæzlu og
dagvistun. Langflestar voru kon-
ur þessar í láglaunastörfum. Eng-
in þeirra hafði tekjur yfir meðal-
lagi.
2. Hvers vegna fengu þœr fóst-
ureyðingu? 58 konur tiltóku sjúk-
dómsástæður sem aðalorsök. Sjúk-
dómur var metinn fullgilt tilefni
hjá 33 konum. I 43 tilfellum var
jafnframt lekið tillil til félagslegra
ástæðna. Hjá 34 konum var um
geðræna sjúkdóma eingöngu að
ræða. Erfða- og fósturskaðahætta
kom til greina í 7 tilfellum. Félags-
legar ástæður, sem gefnar voru
sem ástæða: „Ekki kraftar fyrir
fleiri börn, slæm afkoma, ónóg
fyrirvinna, sjúkdómur heimilis-
föður, drykkjuskapur hans, afbrot
eða ofbeldishneigð, einskis stuðn-
ings að væntafrábarnsföður,hann
kvæntur annarri, hjónabands- og
sambúðarörðugleikar, of gamlar
til að eignast fleiri börn, o. fl.
3. Hvað með barnsfeðurna?
Augljóst var, að fóstureyðingin
hvílir að mestu á konunum ein-
sömlum. Þær verða til dæmis ein-
ar að mæta andstöðu og siða-
vendni umhverfisins. Barnsfaðir
eða eiginmaður er oft eins og ó-
ljós skuggi í bakgrunninum, sem
stundum er ekki getið með nafni í
sj úkraskránni.
í 10 tilfellum var barnsfeðrum
ókunnugt um þungunina. Hvers
vegna? Jú, það þurfti að hlifa
föðurnum, hann var of ungur, ný-
trúlofaður annarri, kvænlur eða
„of fínn“, ekkert álti að verða úr
sambandinu, skuggi eða blettur
hefði getað fallið á tilveru hans.
Eða þá að einskis sluðnings var
frá honum að vænta vegna
drykkjuskapar eða annarra örð-
ugleika.
læknaneminn
19