Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1973, Page 21

Læknaneminn - 01.07.1973, Page 21
ÞAÐ. SEM HÆGT ER AÐ GERA Þótt sum atriði í sambandi við írelsi til að eiga börn verði ekki fram- kvæmd nema með strúktúrbreytingu á þjóðfélaginu eru önnur, sem eru auðleyst og gætu hugsanlega bætt núverandi ástand verulega. Það fyrsta er að byggja næg barnaheimili þar sem núverandi biðlistamenning er nánast brot á almennum mannréttindum og mismunun fólks eftir sam- býlisformi, eins og nú er, er nokkuð, sem ætti að vera bannað í hinni íslenzku stjórnarskrá. * Það kostar a. m. k. 600 milljónir að fullnægja núverandi dagvistun- arþörf í Reykjavík, en þetta þarf að gera. Eðlilegast væri að atvinnu- rekendur greiddu visst gjald til barnaheimilissjóðs fyrir hvern starfs- mann (karl eða konu) eða rækju að öðrum kosti barnaheimili fyrjr starfsfólk sitt. * Leikterapi, barnasálfræði og fjölskylduráðgjöf þarf að gera að al- varlegum háskólafögum, og stofna tilraunabarnaheimili til að fylgjast með nýjungum í uppeldsimálum. * Almannatryggingar ætlu að stuðla að því að börn séu ekki metin í peningum, með því að minnka eins og hægt er útgjöld foreldra. Fæð- ingarfrí á fullum launum ætti alltaf að veita annað hvort föður eða móður í a. m. k. þrjá lil sex mánuði. Beinar fjárgreiðslur fyrir börn eins og nú tíðkast eru hins vegar fremur ógeðfelldar, nema greinilega sé skilgreint fyrir hvað sé verið að greiða. * Mæðralaun (eða uppeldislaun) eru sjálfsögð, en hafa þann galla að ríkið getur ekki fylgst með að verkið sé sómasamlega unnið. Ef til vill væri ástæða til að greiða þeim foreldrum, hærri mæðralaun, sem lært hafa barnauppeldi, á sama hátt og fagmenn fá yfirleitt hærri laun en fúskarar annars staðar. * I sambandi við mæður, sem eru í námi, má benda á að ekki væri oeðlilegt að barneignir væru reiknaðar til einkunnar í almennri mennt- un. * Loks er ástæða til að benda á að á undanförnum árum hefur fé verið sparað svo óskaplega við íslenzkar fæðingarstofnanir að þjónusta þar er langt fyrir neðan það, sem hægt er að sætta sig við. Frjálsar fóstureyðingar eru verkfallsrétlur mæðra. Vonandi teksl þjóðfélaginu að semja við þær áður en til allsherjarverkfalls kemur. Gwzluvellir Um það bil þriðjungur barna á aldrinum 2-6 ára eru „geymd“ á gœzluvöllum borgarinnar. Þessir vellir eru beinlínis geymslur. Þar vinnur ehki sérþjáljað starfsjólk, og jwtt j)essar starfsstúlkur vildu reyna að leiðbeina börnunum þá eru J)œr alltof fáliðaðar til þess að geta sinnt nema litlum hluta. „Ekki vorum við á barnaheim- ilum, þegar við vorum ungir, en urðum J)ó víðsýnir og félagslega Jrroskaðir einstaklingar.“ Skipting kvenna, sem eiga börn á aldrinum 0—10 ára eftir atvinnu (skv. könnun Þorbjörns Brodda- sonar): Eingöngu húsmóðurstörf 49% Úti hluta úr degi 21% Úti hluta úr ári 6% Úti fullt starj 17% Onnur svör og ósvarað 7% 44% (± 4%) mœðra barna á aldrinu 0-10 ára vinna úti. ATH. Af ])eim mœðrum, sem eiga yngsta barn á aldrinum 0-2 ára, vinnur rúmlega helmingur ein- góngu húsmóðurstörf en af J)eim, sem eiga eldri börn aðeins Jrriðj- ungur. œður á aldrinum 16-19 ára svara fyrir 45,6% fœðinga. læknaneminn 17

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.