Læknaneminn - 01.07.1973, Blaðsíða 20
HVAÐ ER HÆGT AÐ GERA
Árið 1971
Hjónavígslur............... 1624
Hjúskaparslit............... 941
Þar af með lögskilnaði 305
Börn fædd.................. 4243
— óskilgetin .............. 1341
- óskilgetin og foreldrar
ekki í sambúð............ 852
Ættleiðingar ................ 72
Ætli það séu nema tvö meiri-
háttar störf, þar sem engra rétt-
inda og prófa er talið með þurfa:
annað er að ala upp og móta fólk,
liitt er að stjórna landinu.
Sigurjón Björnsson.
Hversu lengi á sú skoðun að
ríkja, að allir joreldtar séu góðir
uppalendur, þegar ótal dœmi sýna
hið gagnstœða.
Það er ekki eins auðvelt og maður skyldi halda að benda á leiðir til
úrbóta í þeim málum, sem að framan eru talin. Undirrót þessarra vanda-
mála liggur djúpt í þjóðfélagsstrúktúrnum. Kjarnafjölskyldan er sam-
býlisform, sem er svo gallað, að það getur ekki með nokkru móti full-
nægt þeim kröfum, sem nútímafólk gerir til lífsins. Þar við bætist að
ráðamenn þeir, sem möguleika hafa á að sníða verstu agnúana af
þessu þjóðfélagsformi, eru uppteknir við að þjóna allt öðrum hagsmun-
um en þeim, að skapa fólkinu hamingjuríkt líf. Það, sem gerir ráða-
mönnum mögulegt að sigla um í stóriðjudraumum og malbikunarvímu,
meðan fólkið í landinu býr við vonlausa félagslega aðstöðu, er það
hvað fólk skynjar illa þátt þjóðfélagsins í þeirra einkalífi. Foreldrar,
sem ekki koma barni sínu á barnaheimili, eru e. t. v. mjög sárir og jafn-
vel reiðir, en ekki út í Birgi Isleif, heldur út í einhvern félagsráðgjafa
hjá Sumargjöf, fólk sér ekki að það eru þúsundir annarra foreldra, sem
búa við sama vandamál. Fólk sem lendir í hjónaskilnaði, kennir gjarn-
an hvort öðru um, en leitar sjaldan orsaka i þjóðfélagsuppbyggingunni,
jafnvel þótt hjónaskilnaðir séu nú crðnir það tíðir, að svona margl
vont fólk geti ekki verið til í svo litlu landi. Þegar hjónavígslur eru 1624
og lögskilnaðir á fjórða hundrað, þá er eitthvað meira en lítið að.
Fólk skynjar húsnæðisvandræðin líka á svipaðan hátt, það er í flestra
augum vandamál hvers og eins. Kjarnafjölskyldan (þ. e.: Maður, kona,
sjónvarp, íbúð, barn, bíll) er þjóðfélagsbrot, sem þarf sinn bás. Gömlu
básarnir losna ekki fyrr en fækkað hefur svo í þeim að ekkert er orðið
eftir nema sjónvarpið. I Reykjavík er lil meira en nóg húsnæði handa
öllum íbúum. Stór hluti þessa húsnæðis hefur þó þann eina tilgang, að
vera skrautumgjörð kringum eina eða tvær manneskjur. Þess vegna er
húsnæðisþörf kjarnafjölskyldu vandamál, sem þjóðfélagið hefur fyrir
löngu gefizt upp á að leysa.
Happtlrtetíið
Spurningin um hvort þjóðfélag-
ið eða stúlkan skuli bera kostnað-
inn við fæðinguna og uppeldi
barnsins er samtvinnuð spurning-
unni hvort við viljum lifa í sam-
neyzluþjóðfélagi eða happdrættis-
þj óðfélagi. Til eru menn, sem vilj a
bara happdrættisþjóðfélag. Vinn-
ingarnir í happdætti þjóðfélags-
ins skuli vera tveir, auður og fá-
tækt. Dregið skal að loknu balli í
Klúbbnum á fösludags- og laugar-
dagskvöldum. Þær konur, sem
þungaðar verða, skuli tapa kr. 130
þús. á fyrsta ári eftir fæðinguna
og síðan ca. 100 þús. árlega. Einn-
ig skuli þær tapa atvinnu sinni eða
námsfyrirætlunum, þær skuli gift-
ast þeim fyrsta, sem býðst og gæta
barnsins næstu tíu til fimmtán
ár. Hinn vinninginn fær þjóðfélag-
ið. Sá vinningur er nýlur og vel
upp alinn þjóðfélagsþegn ókeyp-
is, sem borgar mikinn skatt.
Sumir benda á, að það sé auka-
vinningur í spilinu fyrir þá, sem
vilja. Utanlandsferð með fóslur-
eyðingu að eigin vali, á eiginn
kostnað.
16
LÆKNANEMINN