Læknaneminn - 01.07.1973, Blaðsíða 19
BARNAGÆZLA
hafa verið settar starfsreglur, sem eru þannig, að giftar konur og kon-
ur í sambúð við aðra en stúdenta fá einfaldlega ekki að nota dagheim-
ilin. Slíkar umsóknir nefnast ,,óraunhæfar“ umsóknir, og er ógift stúlka,
sem á barn á dagheimili, fer að búa með manni, stoppa ekki símarnir
hjá Sumargjöf vegna upphringinga frá fólki, sem er á biðlistanum og
klagar. Aðrar starfsreglur eru, að börn einstæðra foreldra eiga að hafa
85% af rými því, sem Sumargjöf úthlutar, en börn stúdenta 15%. Á
síðasta ári voru auk þess 4 börn vistuð vegna veikinda og erfiðra heim-
ilisástæðnaf!) Nú eru á biðlista ca. 170 manns, sem Sumargjöf viður-
kennir sem raunhæfa umsækjendur, og biðtími er 1-1 Yi ár.
Ráðamenn hafa hingað lii kærl sig kollótta um þetta neyðarástand
og borið fyrir sig röksemdir eins og þær, að börnum sé hollast að al-
ast upp hjá móður sinni. Það er reyndar alveg ósönnuð fullyrðing að
börnum sé hollara að fylgjast með uppþvottinum hjá móður sinni en að
leika sér með jafnöldrum sinum. En aðalatriðið er að það stuðlar ekki
að aukinni móðurásl í landinu, að þær konur, sem þurfa og vilja koma
börnum sínum á barnaheimili fái það ekki. Fólki er farið að skiljast,
að barnaheimili eru uppeldisstofnanir á sama hátt og skólarnir, og fáir
mundu sætta sig við að aðeins þriðjungi af barnaskólaþörfinni væri
fullnægt. Með lögum um barnaheimili, sem sett voru í fyrra, er ríkis-
valdið þó loks farið að viðurkenna uppeldisábyrgð sína, en ennþá er
ekki að sjá neinn skilning ráðamanna á stærð vandamálsins.
Kunnáttuleysi
Síðast en ekki sízt má telja algjöra fávisku um meðferð og uppeldi
barna. Á fæðingardeildunum eru hinar ungu mæður fóðraðar á mán-
aðarritum eins og „Eros“ og „Sannar sögur“ í stað þess að halda
uppi aklífri fræðslu um meðferð ungbarna, sem stúlkurnar eru þó
flestar mjög móttækilegar fyrir. Það mun heldur ekki ofsagt, að helm-
ingur þeirra barna, sem leitað er með til læknis á fyrstu æviárunum,
þjáist af sjúkdómum, sem stafa af rangri fæðu og rangri meðferð. Fólk
fær heldur engar leiðbeiningar um uppeldi barnanna, fyrr en um skóla-
aldur þeirra, þegar skólasálfræðingar koma til. Þeir munu þó að mestu
ætlaðir börnum, sem þegar eru orðin umhverfissködduð.
Með nýju viðhorfi í barnaheimilismálum þyrfti að fylgja ráðning
fjölskylduráðgjafa við hvert barnaheimili, sem stundaði öfluga preven-
lífa psykiatri. Slíkir ráðgjafar mundu vita um hegðunarvandamál barn-
anna og væntanlega fá innsýn í vandamál fjölskyldunnar gegnum viðtöl
við foreldra. Þessir ráðgjafar væru líka tilvaldir aðilar til að aðstoða
við fjölskylduáætlanir og getnaðarvarnir. Því hefur verið haldið fram
að svona fyrirbyggjandi aðgerðir séu alltof dýrar í framkvæmd, hins
vegar er auðvelt að sýna fram á að slíkt kerfi, sem nægja mundi öllum
Reykvíkingum, kostar u. þ. b. 1% af verði væntanlegrar geðdeildar
Landspítalans. Fyrr eða síðar hlýtur fólki að skiljast að það er ódýrara
að koma í veg fyrir umhverfissköddun hjá börnum, en að byggja stór-
hýsi til að geyma þau í þegar þau fullorðnast.
Kona í vesturbænum eða
unglingsstúlka, ekki þú yngri en
14 ára, óskast til að gæta tveggja
drengja, eins og tveggja ára, frá
8,30 til 17 1. júli — 15. júli.
Upplýsingar i sima 25306 kl. 21.00
— 23.00 fimmtudaginn 28. júni.
Barngóð konaóskast til að gæta 8
mánaða stúlku hálfan daginn,
sem næst Túnunum. Uppl. i sima
17991 eftir kl. 7.
12-15 árabarngóð stúlka óskast til
að gæta ársgamals barns i
Hliðunum i sumar. Uppl. i sima
33383 milli kl. 4 og 5 i dag.
Tökum börn i daggæzlu. Góð
skilyrði. Erum við Sogaveg.
Uppl. i sima 85542.
Get tekið börn i daggæzlu. Leik-
aðstaða fjarri umferð. Uppl. i
sima 84005 kl. 6-8
Barngóð og áreiðanleg unglings-
stúlka óskast til að gæta eins árs
barns fyrir hádegi, sem næst
Bergþórugötu. Upplýsingar i
sima 10623
41 árs gömul húsmóðir fer fram
á vönun. Ástæða: Asthenia og
fjöldi undangenginna fæðinga.
Hypertensio. Gravid x 7, konan
úttauguð og treystir sér ekki til að
eignast fleiri börn. - Úrskurður:
Synjun. Ekki virðist um að ræða
langvarandi eða alvarlegan sjúk-
dóm.
34 ára gift húsmóðir fer fram á
vönun og abort. Ástæða: De-
pressio mentis og neurosis. Tíðar
barneignri og þreyta. Gravid x 10
(1 fósturlát). - Úrskurður: Synj-
un. Læknisvottorð ófullnægjandi.
Vantar sérfræðingsgreinargerð.
læknaneminn
15