Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1973, Blaðsíða 24

Læknaneminn - 01.07.1973, Blaðsíða 24
4. Hvað um börri kvennanna? 23,8% kvörtuðu undan vandræð- um hjá börnunum. Um ýmislegt var að ræða, svo sem geðrænar truflanir, skólaörðugleika, hegð- unarvandkvæði, óreglu. Aberandi er, að mikil veikindi á smábörnum eru fylgifiskur annarra vandamála fjölskyldunnar. 5. Hvernig var reynsla kvenn- anna aj aðgerðinni? Flestar voru konurnar ánægðar með alla fyrir- greiðslu og umönnun í sambandi við umsókn og framkvæmd að- gerðar. 3 kvörtuðu undan löngum biðtíma eftir rúmi. 8 konur létu í Ijós óánægju með gang mála. Var það í nokkrum tilfellum vegna þess, að þær voru lagðar inn til hvíldarlegu, áður en endanleg á- kvörðun yrði tekin. Konurnar eru lítt hrifnar af óvissunni, sem þessu fylgir, og hvíldin þykir þeim skammgóður vermir. Annað sem veldur óánægju kvennanna er breytt viðmót slarfs- fólks við þær frá seinustu fæðing- arlegu þeirra. Þeim finnst þær litnar hornauga og helzt þurfa að laumast með veggjum fram. Bezt væri að enginn vissi í hvaða er- indagjörðum þær væru þarna. Þeim fannst, að verið væri að reyna að koma inn hjá þeim sekt- arkennd. Einni fannst sér mis- boðið, að „óreyndur strákur" væri settur í að yfirheyra hana og fannst komið fram við hana sem væri hún hálfgert glæpakvendi. Konunum fannst ekki nógu vel gætt trúnaðar við sig, skýrsla væri tekin í viðurvist fjölda manns og undir hælinn lagt, hvort óviðkom- andi fólk kæmist að viðkvæmnis- málum þeirra. 6. Hvenœr var aðgerðin gerð? Á fyrstu 12 vikum meðgöngu hjá 89,4%, 10,6% á 14.-16. viku, eng- in aðgerð eftir 16. viku. Hjá Sví- um voru 9,8% framkvæmdar á fyrstu 12 vikum, 27,9% á 14.-16. viku og 62% á 17.-24. viku. 7. Hvernig gekk aðgerðin? Yf- irleitt vel. Umtalsverða blæðingu fengu 16 konur, hitahækkun var yfirleitt ekki umtalsverð nema í 2 lilfellum. 1 öðru tilfellinu var um perforation að ræða og haematom inf. í vi. parametrium. Hin konan var með hita í 18 daga, þar af tvo daga með mjög háan hita. Báðar konur hafa átt börn síðan. 8. Haja konurnar eignazt börn síðan aðgerð var gerð? 52,6% hafa ekki orðið þungaðar á ný, þar af voru 9 gerðar ófrjóar. 21% hafa orðið barnshafandi gegn vilja sínum, en 14,5% viljandi. Segjast sumar þeirra hafa viljað bæta sér upp fóstureyðinguna. Ein varð tvisvar sinnum ófrisk eftir fóstureyðinguna, lét eyða fóstri í annað skiptið og fór fram á, að hún yrði gerð ófrjó, en fékk því ekki framgengt. Þessi kona hafði 14 sinnum orðið ófrísk og fætt 10 börn. Hún hafði alls ekki getað annazt þessi börn. 3 hafði hún gefið en önnur verið undir eftirliti barnaverndarnefndar. 3 barna hennar eru í dag hálfgerðir aumingj ar vegna drykkj uskapar og lögbrota. 5 konur kvörtuðu yfir, að illa hefði gengið að verða ófrískar eftir fóstureyðinguna og 2 þeirra tókst það ekki. Báðar voru þær fjölbyrjur hált á fertugsaldri. 9. Hójðu konurnar reynt að jyrirbyggja ótímabœra þungun? Af konunum 76 voru það 63, sem engar getnaðarvarnir notuðu fyr- ir fóstureyðingu. Við eftirrann- sókn eru það 23 konur, sem eng- ar varnir nota. Notkun getnaðar- varna virðist þeim ýmsum ann- mörkum háð, erfitt að útvega þær og mikil fyrirhöfn. Það tekur sinn tíma að komast til læknis. Notkun sumra getnaðarvarna hafi nei- kvæð áhrif á samlíf, sumar teg- undir þoli konurnar illa og aðrar séu of óöruggar. Karlmenn virð- ast yfirleitt ekki telja það hlutverk sitt að sjá um getnaðarvarnir og mjög er áberandi, að þeir veigra sér við að kaupa verjur í apótek- um. Nokkuð ber á vankunnáttu um rétta notkun getnaðarvarna, hetta er tekin of fljótt úr og pilla talin virka 2-3 mán. hvíldartíma- bilum. Virðist mikil þörf fyrir aukna fræðslu, ráðgjöf og þjón- ustu á þessu sviði. 10. Hvaða áhrif hafði fóstur- eyðingin á heilsujar kvennanna? Konunum bar saman um, að hún hefði haft góð áhrif á líkamlegt heilsufar sitt. Kynlífsvandamál settu konurnar yfirleitt ekki í sam- band við fóstureyðingu, en 2 kvörtuðu yfir kyndeyfð eftir ó- frjósemisaðgerð. Hinar 7, sem gengust undir slíka aðgerð, kváðu það mikinn létti að þurfa ekki að óttast þungun. Hvað varðar áhrif fóstureyð- ingarinnar á geðrænt heilsufar skiptast konurnar í 3 hópa. 72,4% hafa ekki fundið til sjálfsásakana og eftirsjár, 18,4% hafa fundið til vægra sjálfsásakana og eftir- sjár um tíma, og 9,2% hafa fund- 20 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.