Læknaneminn - 01.07.1973, Blaðsíða 14
KYNFERÐISFRÆÐSLA
GEIMÐARVARMR
Fóstureyðinfg sem
getnaðarvörn
Um það eru allir sammála, að
fósiureyðing á aldrei að vera
primer getnaðarvörn, enda yrðu
víst fáar konur tilbúnar að fara í
slíka aðgerð mánaðarlega. Þeir
eru þó til, sem halda því frarn, að
fóslureyðing geti verið hluti af
getnaðarvarnaprógrammi.
í bók sinni Free and Female
rœðst höfundur Barbara Seaman,
harkalega á pilluna, en telur hið
ideala getnaðarvarnaprógram vera
gömlu getnaðarvarnirnar „backed
up by readily available medical
abortiorí‘. Máli sínu til sönnunar
birtir hún eftirfarandi töflu:
Dánarlíkur konu per 100 þús.
- konur „at risk“ per ár:
a) Engcir verjur, ekki fóstur-
eyðing: 8-12 dauðsföll.
b) Engar verjur, lögleg fóstur-
eyðing: 3 dauðsföll.
c) Pillan: 3 dauðsföll.
d) Gömlu getnaðarverjurnar
og lögleg fóslureyðing þegar þœr
bregðast: 0,4 dauðsföll.
(Birt án ábyrgðar).
28 ára gift húsmóðir. Fer fram
á vönun og fóstureyðingu. Tilefni:
Inferioritas, sinnuleysi og vaxandi
ómegð, mb.musculoskeletalis, mi-
graine. Gravid x 8, eignazt 5 börn.
- Úrskurður: Neitun vegna skorls
á upplýsingum frá lækni.
Kynferðisfræðsla hefur þann tilgang að vara fólk við hættum, sem
geta stafað af samræði. Flestir unglingar vita, hvað getur hlotizt af
samförum, en eru ekki eins vel heima um það, hvernig megi forðazt
ótímabærar barneignir. Kemur þetta heim og saman við þá staðrevnd
að ca. helmingur af fæðingum á Islandi eru börn mæðra á aldrinum 16-
19 ára. Þar sem það er fátítt, að svo ungt fólk óski beinlínis eftir barni,
má segja, að það iðki kynlíf sér til skemmlunar eingöngu.
Nefndin, sem endurskoðaði fóstureyðingarlöggjöíina, gerði það að
tillögu sinni, að öll fræðsla um kynferðismál verði stóraukin í skólum
landsins, en óhætt er að fullyrða, að sú kennsla er í dag kák eiít. Nefnd-
in kannaði hvernig um þessi mál væri fjallað i núgildandi kennslubók-
um, og komst að raun um, að erfitt væri að gera sér grein fyrir því,
hvernig börn yrðu til útfrá því sem þar stæði, hvað þá heldur bvernig
ætti að forðast tilkomu þeirra. En það er ekki nóg að fræða fólk um
getnaðarvarnir, þær verða að vera aðgengilegar fólki.
Ein af ástæðunum fyrir því að fólk notar ekki getnaðarverjur er sú,
hversu erfitt er að nálgast þær (sbr. könnun sem nefndin gerðí). Þeir
aðilar sem nú dreifa getnaðarverjum hérlendis eru:
1. Apótekin, í handkaupi smokkum, og útá lyfseðla pillunni.
2. Gynekologar, aðallega lykkjan.
3. Ráðleggingarstöðin í heilsuverndarstöðinni, aðallega hettur.
4. Verðir á almenningssalernum, smokkar.
Enginn af þessum auglýsir vöru sína né reynir að halda henni að
kaupandanum. Kaupandinn er því oft feimin við þessa verzlun og veigr-
ar sér við að falast eftir kaupunum.
Ung stúlka, sem biður lækni um pilluna, gelur átt á hættu að fá yfir
sig langar ræður um það, að réttast væri nú fyrir hana að halda sig al-
gjörlega frá kynlífi. Og ungur maður, sem snarast inní apótek til að
kaupa sér smokka, hrökklast oft þaðan öfugur aftur, vegna þess að tómt
kvenfólk er við afgreiðslu, og hann befur ekki uppburði í sér til að
biðja um slíka feimnisvöru. Frumskilyrði fyrir því, að dreifingin verði
eðlileg, er, að seljendur vörunnar auglýsi hana skilmerkilega, og hún
verði sem allra víðast til sölu.
Pillan er flokkuð sem lyf skv. íslenzkum lögum. Það er gert með
þeirri hæpnu röksemdafærslu, að hana megi nota sem lyf. (Með sama
rökstuðningi má flokka áfengi, nikotín og stryknin sem lyf.) Þetta er
gert til að vernda konuna, þ. e. neyða hana til að leita til læknis, ef hún
vill taka pilluna. (En eins og allir vita er piilan mögulega hættulegt
efni.) Sjálfsagt færu margar konur til eftirlits hjá lækni sínum þótt
pillan væri seld í snyrtivöruverzlunum, ekki hvað sízt vegna þess áróð-
10
LÆKNANEMINN