Læknaneminn - 01.07.1973, Blaðsíða 52
eða stem-cell leukemíu, fá æxlisvöxt í miðtaugakerf-
ið áður en yfir lýkur. Við fyrstu athugun má þetta
heita undarlegt, ef menn muna það að venjulega er
enginn lymphoid vefur í miðtaugakerfinu. Þess
vegna er álitið, að æxlisfrumur séu komnar blóðleið-
ina inní MTK.
B. Menn þekkja og eru farnir að beita meðferð
bæði gegn og til að fyrirbyggja þennan æxlisvöxt.
Hér er átt við intrathecal Methotrexate meðferð.
C. Nú er reynt að gera sér grein fyrir pathogenes-
unni með því að finna fylgni milli MTK Leukemi og
ótal annarra atriða. Þeir þættir, sem stóðust vand-
lega tölfræðilega yfirvegun, voru þessir.
1. 17 af 83 sjúklingum, sem höfðu yfir 50.000 blóð-
fiögur við greiningu, fengu MTK leukemi, en 52
af 82 sem höfðu færri en 50.000 flögur.
2. Fyrstu 40 vikurnar eftir greiningu fengust mun
fleiri tilfelli af MTK leukemi hjá þeim, sem höfðu
yfir 10.000 leukocyta í mm:í blóðs. Að þessum 40
vikum liðnum var ekki teljandi munur.
3. MTK leukemi er mun algengari hjá þeirn, sem hafa
perífera eitlastækkun.
D. Skýringar? Jú, ef æxlisvefur er kominn inní
MTK frá blóði í gegnum ,,blood-brain-barrier“ þá er
liklegast að það verði við örlitlar blæðingar, sem
eru þá líklegar hjá sjúklingum með fáar blóðflögur.
Ef þéttni æxlisfruma í blóði er mikil, þá komast
margar þeirra inní MTK við hverja blæðingu, og
sömuleiðis má ætla að þessar frumur vaxi hraðar.
E. Af þessu má draga þær ályktanir, að í fyrsta
lagi sé helzt að vænta árangurs af fvrirbyggjandi
meðferð með Methotrexate intrathecalt strax eftir
greiningu, þegar blóðflögur eru fáar, en síðan beina
meðferð að því að halda uppi flögufjöldanum. Sömu-
leiðis er hér um að ræða ágætan grundvöll til að
finna þá einstaklinga sem eru í mestri hættu og helzl
er ástæða til að meðhöndla.
Nýjar hutfmyndir í samhantli við
þvayfœrasýhingar
(Heimild: Urinary tract infection some new con-
cepts,
Bailey R. R. Canad. Med. Assoc. J. 107
(1972) p. 316-329).
Höfundur gefur gott yfirlit yfir tíðni þvagfæra-
sýkinga. Hann telur t. d., að svonefnd umtalsverð
bakteriuri (þ. e. ræktun yfir 100.000 bakt. pr. ml.)
gefi í u. þ. b. 20% tilfella falskar jákvæðar niður-
stöður, jafnvel við beztu hreinlætisskilyrði.
Sérstaklega segir hann þetta algengt í sambandi
við sýkingar með gram-pósitífum bakteríum. Höf-
undur mælir með því, að þvagprufu sé aflað með
suprapubic aspiration, sem sérhver hjúkrunarkona
ætti að geta framkvæmt.
Þvagfærasýkingar eru f. o. f. vandamál hjá kon-
urn. I einni rannsókn reyndist tíðnin vera 1,2% með-
al skólastúlkna (þ. e. 6-18 ára) en aðeins 0,03%
meðal drengja á sama aldri. í þessu sambandi bendir
hann á rannsókn frá Nýja-Sjálandi, en þar reyndist
tíðnin vera ca. 1% meðal skólastúlkna, en nokkrum
árum seinna var gerð framhaldsrannsókn á þessum
sömu stúlkum, þegar þær sóttu um að fá ókeypis
getnaðarvarnai'töflur. Þá var tíðni þvagfærasýkinga
ca. 10%, og leiðir þetta vel í ljós sambandið á milli
kynferðislífs og bakteriuri. Áframhaldandi rannsókn
á sjúklingum með þvagfærasýkingu sýnir röntgeno-
logíska galla í 20% af konum, jafnvel þótt um ein-
kennalausa bakteriuri hafi verið að ræða, og skiplir
Jrar engu máli ,hvort konan er þunguð eða ekki.
Höfundur leggur mikla áherzlu á hakflæði milli
þvagblöðru og ureters. Þetta telur hann sérlega þýð-
ingarmikið í börnum og unglingum, Jrar sem sýna
má fram á slíkan galla í allt að helming þeirra, sem
rannsakaðir voru. Ef slíkur galli er ekki fyrir hendi,
álítur höfundur litla hættu á varanlegum nýrna-
skemmdum, jafnvel við síendurteknar sýkingar. Það
virðist því vera þýðingarmeira að finna slíkt reflux
heldur en finna bakteriuri eina.
Meðferð: Höfundur bendir á mikilvægi verndandi
aðgerða við endurteknar sýkingör og einkennalausa
bakteriuri í sambandi við kynferðislíf. Nitrofuran-
toin 50 mg að kvöldi virðist gera mikið gagn. Sami
skammtur kemur að góðum notum við endurtekna
bakteriuri í sambandi við þungun.
Áhrif nefdropa á smábörn
Heimild: Adrenerge næsdráber til smábörn. Med-
delse fra sundhedsstyrelsen bevirknings-
nævn. Ugeskrift for læger. 133 (1971)
(p. 2126-2127).
Langt er síðan menn veittu eflirtekt og skrifuðu
40
LÆKNANEMINN