Ferðir


Ferðir - 01.05.1990, Blaðsíða 5

Ferðir - 01.05.1990, Blaðsíða 5
1* li R Ð I R að svo hraðskreið flugvcl sem þcssi var, villist af leið og rækist á fjall án þess að nokkur maður týndi lífi. Það var loftskeytamaður á íslensku varðskipi norðan við land sem heyrði mjög dauf merki í talstöð sinni og lagði við hlustir. Hann skildi að það var áhöfnin á Geysi sem sendi þessi veiku merki út í Ijósvakann, allir voru á lífi og einhvcrstaðar uppi á jökli en hvar vissi það ekki. Veðurguðirnir gáfu smá blettaskin í haustótíðinni yfir há- lendinu svo leitarflugvélar komu auga á flak Geysisvélarinnar sunn- an og austan á Bárðarbungu. Það var misráðið að nota ekki fyrsta tækifæri til að koma tjaldi, fatnaði og vistum til áhafnarinnar. Það mátti geta sér þess til að flug- vél með stóra bensíngeyma og tætst hafði sundur í lendingu væri ekki ákjósanlegur langtíma bústaður. Björgun gat dregist vegna veðurumhleypinga. Oftrú á björgunartæki virðist hafa villt um fyrir mönnum. Það var leitað til herstöðvarinnar í Keflavík og kallaði hún hingað til landsins skíðaflugvél frá Kanada eða Grænlandi. Að kveldi sama dags og flakið af Geysi fannst slógu sér saman all- margir fjallaferðamenn á Akureyri til að freista þess að komast á slysstað sem fyrst. Var Þorsteinn Þorsteinsson gamall ferðagarpur kosinn fararstjóri. Jeppaeigendur voru þá nokkrir orðnir í bænum og stóð ekki á liðsinni þeirra. Vörubíll með drifi á öllum hjólum var fenginn til að flytja bensín og farangur. Komið var seint til gistingar í Reykjahlíð. Eyddum við Þorsteinn miklum tíma nætur í símanum, reynt var að gefa okkur sem nákvæmasta staðsetningu flugvélarflaksins. Þor- steinn hafði hugsað sér að farið yrði suður vestan Dyngjufjalla. Við sem kunnugastir vorunt á þessum slóðum töldum það mikið óráð enda féllst hann á að austari leiðin væri auðrataðri þótt lengri væri nokkuð. Um þessar mundir var átta manna hópur úr Reykjavík í öræfaferð norðan jökla á fjórum velbúnum fjallajeppum. Þeir fregnuðu um ferð okkar og buðu aðstoð sem fúslega var þegin. Voru þeir sam- nátta okkur í Reykjahlíð. Því var fjarri að ferðabúnaður okkar Akureyringa væri góður enda farið af stað með litlum fyrirvara, til dæmis voru bílarnir tlestir vatnskældir og þurfti strax fyrsta kvöldið að taka af kælivatn vegna frosts. Ekki tókst að lúta renna af einum jeppanum vegna þess að krani var brotinn. Hann var því látinn vera í gangi um nóttina og alla ferðina. Ég átti gamlan herjeppa og hlóð hann fatnaði, matvælaköss-

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.