Ferðir


Ferðir - 01.05.1990, Blaðsíða 8

Ferðir - 01.05.1990, Blaðsíða 8
8 F E R Ð I R * 1 Skíöamenn frá Akureyri komnir í sólskin uppi á jökli. Að baki þeim rís Kistufell og þokan beltar sig í hlíðum þess. Fremstur fer Vignir Guðmundsson, svo Jón Sigurgeirsson, Ólafur Jónsson og fjórði í röðinni er Tryggvi Þorsteinsson. (Ljósm.: Eðvarð Sigurgeirsson.) aldrei. Sólin komin upp og heiðríkt að sjá inn á jökul, hamingjan var ineð okkur. Það voru skjótar kveðjur, nokkrir menn höfðu fylgt okkur og sneru kátir við en hinir sem áfram héklu voru; Tryggvi Þor- steinsson. Olafur Jónsson. Vignir Guðmundsson. Þorsteinn Svan- laugsson, Þórarinn frá Hátúni í Reykjavík og undirritaður. Auk þessara fóru tveir starfsmenn Loftleiða á Akureyri Sigurður og Þrá- inn og myndatökumaðurinn okkar og ferðagarpurinn Eðvarð Sig- urgeirsson. Þokubelti lá við Kistufell og teygði sig inn á jökulinn. Við bundum upp skíðin og stungum okkur inn í þokuna á ný. Njólafeiskjum og ull úr Reykjahlíð var dreift við slóðina sem lá í krókum um jökul- strýtur næst fellinu. Brátt komum við í sól og sléttur jökullinn lá framundan. Við gengum í sporaslóð með fremsta mann ávalt á t) kaðli. Við höfðum óljósan grun um að vera ekki meir en svo velkomnir á slysstað. B jörgunin átti að koma að sunnan og vera eitthvað tækni- legri en við höfðum uppá að bjóða. Klukkan var farin að ganga 11

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.