Ferðir - 01.05.1990, Blaðsíða 16
16
F E R Ð I R
Ég gat ekki hrint því úr huga mér að eftirmál kynnu að verða
vegna hundanna sem ég lógaði og ég yrði sekur fundinn. Sjálfsagt
stóðu að þessari hundasendingu voldugir aðilar sem talið hafa sig
orðið fyrir stórtjóni. Hver þessara hunda hefur verið stórra fjárhæða
virði og sennilega ætlaðir til sýninga eða kynbóta. Þeir hefðu ef til
vill lifað nokkrum dögum lengur á jöklinum og í slóð okkar var auð-
velt að fara til að sækja þá meðan verður hélst kyrrt. En þegar dagur
leið og ekkert heyrðist gert í hundamálinu dvínuðu áhyggjur mínar
og hurfu.
Strax eftir heimkomuna fréttist að í farmi Geysis væri lík og
aðstandendur byðu allt að heilli milljóna króna fyrir að ná því úr
flakinu. Eins og áður er getið fengum við orðsendingu á leiðinni inn
að Vatnajökli að við værum beðnir um að fara á slysstaðinn þótt að
tækist að bjarga áhöfninni á annað hátt. Þar yrði okkur sagt um
erindið. Vegna þessarar dularfullu bónar og banns við ferðum óvið-
komandi manna á margnefndum slysstað ákváðum við eins og fyrr
segir að snúa strax við ef sannaðist að áhöfninni væri bjargað. Sjálf-
sagt hefðu viðbrögð okkar björgunarleiðangursmanna orðið önnur,
hefðum við fengið vitneskju um líkið og - milljónina!
Ekki er ég trúaður á að lík hafi verið á farmskrá Geysis. Það var
aldrei á það minnst. Ég stakk upp á því við Magnús flugstjóra að við
færðum saman ýmiskonar varning t.d. dót úr sprungnum ferðatösk-
um er dreifst hafði um stórt svæði, svo auðveldara væri að ná þessu
síðar. Ekki taldi hann það ómaksins vert, þessa staðar yrði ólíklega
vitjað því allt hyrfi strax í snjó. Hefði hann þá átt að minnast lík-
kistunnar og við hefðum öll sýnt þá háttvísi að rétta hana við og
gengið svo frá henni eftir réttum áttum að hætti kristinna manna.
Eins og sjá rná í upphafi máls mfns hefði ég verið hvattur til að
birta frásögn þessa af Geysisslysinu 1950. Má þó segja að það sé að
bera í bakkafullan lækinn svo mikið sem búið er að skrifa um það
mál. Þótt langt sé um Iiðið mætti frásögnin þó verða björgunarsveit-
um til glöggvunar ef sama staða kæmi upp og það þyrfti að sækja
fólk á jökla.
Ég veit að menn segja nú. „Þetta er ekkert mál að skjótast upp á
hájökla, ferðatæknin er orðin svo fullkomin, það er ólíku saman að
jafna og var fyrir 40 árum.“ En hvað duga fullkomin tæki. Hamingj-
an þarf að vera með í ferð. Enn eru það höfuðskepnurnar sem æðstu
völd hafa á láði, legi og í lofti.
Hamingjan hélt verndarhendi yfir Geysisáhöfninni þrátt fyrir öll