Ferðir - 01.05.1990, Blaðsíða 38
38
F H R Ð I lí
og Herðubreiðarlindir skoðaðar. Ef veður leyfir verður gengið á
Herðubreið.
18. ferð: 11.-12. ágúst. Héðinsfjörður.
19. ferð: 18.-19. ágúst. Laugafell-Ingólfsskáli. Gist í liúsi.
20. ferð: 25. ágúst. Suðurárbotnar. Dagsferð.
Ferðafélag Akureyrar mun fara aukaferðir ef ástæða þykir til og verða þær
auglýstar þegar þar að kemur. Skrifstofa félagsins er að Strandgötu 23, sími
22720. Mánuðina júní, júlí og ágúst verður hún opin kl. 16-19, alla virka daga
nema laugardaga. Auk þess mun símsvari gefa upplýsingar um næstu ferðir
sem eru á áætlun. Allar ferðir félagsins verða auglýstar í auglýsingakössum
FFA, í Degi og Dagskránni. Nauðsynlegt er að panta ferðir með góðum fyrir-
vara, þar sem stundum getur þurft að takmarka þátttöku. I lengri ferðum á
vegum FFA er heitur matur, mjólk, kaffi og te (ekki brauð) venjulega inni-
falið í fargjaldi. í þær ferðir þarf að taka farmiða með góðum fyrirvara. Nán-
ari upplýsingar um hverja ferð eru gefnar á skrifstofu FFA og er fólk hvatt
sérstaklega til að athuga vel, hvaða búnaður hentar fyrir hverja ferð.
Heimkomnum
úr ferð
fagna þér húsgögnin
frá okkur
AUGSÝN HF.
STRANDGÖTU 7 • SÍMAR 21690 & 21790