Ferðir - 01.05.1990, Blaðsíða 23
F E R Ð I R
23
Þarna er hið hrikalegasta og kuldalegasta umhverfi, sem orðið
getur. Og ég held að enginn muni líta þennan stað, án þess að hroll-
ur fari um hugann og sársauki vakni, er hann sér beinabreiðurnar
''ggja þarna, sem þögult vitni um þjáningarfull ævilok hrossanna. Ég
taldi 12 eða 13 sérstakar beinagrindur, eða leifar af sérstökum
hrossum, en auk þess er þar ein eða tvær beinahrúgur, og er auðséð
að þar liggja nokkur saman. Staður þessi er þannig, að flest hrossin
hafa orðið að vera kyrr, þar sem þau staðnæmdust og biðu dauðans.
Þar er hin ægilegasta stórgrýtisurð og eggjagrjót, svo að gangandi
maður verður svo að segja að gæta að hverju sínu fótmáli, að eigi
hendi hann slys. Þar sést ekki stingandi strá og varla mosaskóf á
steinum. Þar er ekki lófastór blettur fyrir hross að hvílast á, og hafa
þau því orðið að standa, meðan þau gátu, og síðan hnigið út af í urð-
ina. A einum stað er þó fönn, sem líklega aldrei leysir, og hafa þau,
sem þangað komust, helst getað hreyft sig, hafi þau haft heila fætur.
Hrossin hafa sýnilega komið ofan af fjallsbrúninni. Þar er ágæt
aðstaða til að þröngva þeim fram af, því að dæld er þar uppi og klett-
ar á tvær hendur. Nær efst í brúninni, beint fyrir dæld þessari, er
klettabelti, 4-6 m hátt, og liggur hallandi hjarnfönn fram á það að
ofan, en neðan undir því tekið við önnur fönn, eða sambland af
hjarni og svelli með steinum upp úr hér og þar, og nær hún niður
undir þá holurð, sem beinin eru í. Er sennilegt, að mörg hrossin hafi
hrapað fyrir klettabeltið og niður á hjarnið, sem svo er bratt, að ekki
verður staðar numið fyrr en í urðina er komið. - En með því að fara
lítið eitt til hliðar, má komast fyrir klettana. En þar tekur fyrst við
veggbrött lausagrjótsskriða og neðan við hana urðin, vaxandi og
versnandi, þar til komið er niður að beinunum.
Hæðin öll ofan af brún og niður að beinunum er á að giska 70-80
m. Þau liggja nær því í beinni línu á 30-40 m svæði í lítilli lægð, sem
myndast hefir á milli aðalbrekkunnar annars vegar og urðarhrannar
hins vegar. Það er sá urðargarður, sem skyggt hefir á hrossin, því
ella hefðu þau sést úr norðurhlíðum Hörgárdalsheiðar.
Beinin virðast af hrossum á öllum aldri. Nokkuð af þcim smærri
mun horfið niður í gjóturnar. Sumstaðar má enn sjá hárlöður hjá
beinum, en hoid er allt á burtu.
Staður þessi mun Iiggja undir snjó meginhluta ársins og er vafa-
samt að taki þar upp í öllum sumrum. Sakir þess geymast beinin vel,
og munu enn um marga áratugi vitna um eitt hið miskunnarlausasta
verk, sem unnið hefir verið hér á landi, svo að sögur fari af.