Ferðir - 01.05.1990, Side 25
Ársskýrsla stjórnar
Ferðafélags Akureyrar 1989
Starfið 1989 var með 1 íku sniði og undanfarin ár, stjórn félagsins óbreytt frá
fyrra ári.
Stjórnarfundir voru 14 og vel mætt á þá. Mál ársins var úrlausn á húsnæðis-
vanda félagsins, búið var að athuga nokkra staði, en á stjórnarfundi 8. jan.
var ákveðið að kaupa útbyggingu við Strandgötu 23, það húsnæði sem við
erum í nú, en kaupunum fylgdu skúrar bakatil og kjallari í aðalhúsi. Samið
var við útibússtjóra Iðnaðarbankans um kaupin og var verðið kr.
1.200.000,00, útborgun kr. 300.000,00 og eftirstöðvar á skuldabréfi til 8 ára.
Lagfæringar hófust 27. mars með því að skipt var um skrá í aðalhurð, eins
og segir í Jakobsbíblíu, vinnan síðan aukin smátt og smátt, og komu þar
margir við sögu. Húsnæðið st'ðan tekið í notkun með opnu húsi 4. júní.
Skrifstofan var opin að vanda daglega frá kl. 16-19, mánuðina júní til ágúst
og þar ráðin Guðbjörg Sigurðardóttir.
Félagið keypti 2 Lödur til nota í Herðubreiðarlindum og Dreka á kr.
60.000,00 hvora, en bflastyrkur sem Náttúruverndarráð hefur greitt til land-
vörslu gekk til félagsins upp í kaupin.
Stjórnin hélt sviðamessu að venju og var hún í Laugaborg 30. sept. og fjöl-
skyldukvöld í október, á sama stað.
í samráði við Náttúruverndarráð var ráðið í 3 stöður á austurfjöllum, og
greiddi ráðið hálf laun á móti félaginu. í Lindum voru Kári Kristjánsson 21/6-
2/9, Ragnheiður Jónsdóttir 26/6-21/7 og Bjarni Guðmundsson 18/7-18/8, en í
Dreka Fjóla Helgadóttir.
Skýrslur nefnda verða fluttar hér á eftir og þar kemur fram allt það helsta
sem þær hafa afrekað á árinu, en nefndirnar eru: Ferðanefnd, form. Ragn-
hildur Bragadóttir; Laugafélagsnefnd, form. Angantýr Hjálmarsson; Dreka-
nefnd, form. Magnús Tryggvason; Þorsteinsskálanefnd og Strýtu, form.
Haukur fvarsson; Ritnefnd, form. Guðmundur Gunnarsson; Bræðrafells- og
Lambanefnd, form. Jakob Kárason, einnig verða fluttar skýrslur skálavarða:
Þetta er það helsta úr starfinu, en að lokum færir stjórnin öllum starfsmönn-
um sínum bestu þakkir fyrir vel unnin störf.