Ferðir - 01.05.1990, Blaðsíða 19
ÞORMÓÐUR SVEINSSON:
Tryppaskál
Þaö eru nú meira en 40 ár liðin, síðan ég heyrði fyrst getið um
hrossin, sem fórust í Hörgárdalsheiðarbrúnunum. Ég var þá korn-
ungur drengur. Aldrei hefi ég gleymt þeirri frásögn síðan. Aldrei
hefi ég farið svo um þessar heiðar, að hugurinn hafi ekki hvarflað til
hrossanna þeirra, sem biðu þarna hinn ömurlegasta dauða.
Saga þess máls, sem bæði var Ijótt og erfitt viðureignar, verður
ekki sögð hér. Aðeins skal þess getið að haustið 1870 vantaði
Blönduhlíðinga í Skagafirði hrossahóp - nær 30, eftir því sem ég hefi
heyrt - er gengu á Öxnadals- og Hörgárdalsheiðum um sumarið.
Fundust þau eigi, þrátt fyrir miklar leitir, fyrr en eftir allar venjuleg-
ar haustgöngur. Þá gengu af hendingu eftirleitarmenn fram á þau í
gróðurlausri urðarkvos einni norðan í hábrún fjalls þess, er greinir
þessar áðurnefndu heiðar, þar sem síst skyldi gripa von vera. Mun
staður sá vera fulla 1100 m yfir sjó.
Hrossin voru hörmulega útleikin. Flest þeirra voru dauð, sum
rifin, jafnvel á hol, önnur skorin eða beinbrotin á klettanöfum og
urðargrjóti. Eitthvað lifði þó enn, og hefi ég heyrt, að þau hafi orðið
mannanna vör og hneggjað, áður en að þeir sáu þau. Svo hefir og
verið sagt, að þau sem lifðu, hafi verið farin að éta hold hinna
dauðu. Hvað lengi þau voru búin að vera þarna, ber sögum ekki
saman um. Sumir segja 3 vikur, aðrir 5 eða jafnvel lengur. Þau, sem
lifðu, voru skotin þarna, því að ekki var þeim lífs von talin.
Síðar vitnaðist, að hrossin væru af mannavöldum komin þarna,
enda liggur í augum uppi, að þangað fer ekkert hross óneytt. Urðu
mikil málaferli út úr þessu.
Staður þessi hefir síðan verið nefndur Tryppaskál.
Atburður þessi mun nú, eftir 69 ár, vera öllum þorra manna
gleymdur. Og staðurinn mun einnig flestum ókunnur, enda er hann
vandlega hulinn augum vegfarandans.
Mér hafði lengi leikið hugur á að sjá þennan stað. Ég spurði