Ferðir - 01.05.1990, Blaðsíða 3
FERÐIR
15 LAD FERÐAFÉLAGS A K U R F Y R A R
MAÍ 1990 - 49. ÁRGANGUR
Frá ritnefnd
Scgja má að horft sc til fortíðar í þessu hefti af Ferðum. Meginefni
þess eru greinar tvær um atburði liðins tíma, ritaðar af mönnum sem
báðir voru í forystusveit Ferðafélags Akureyrar.
Jón Sigurgeirsson frá ffelluvaði, hinn kunni ferðagarpur er nú á
níræðisaldri, ern vel en hefur aflagt ferðir um fjöll og öræfi.
Margt hefur verið skrifað og birt um hina sögufrægu björgun
áhafnar flugvélarinnar Geysis af Vatnajökli haustið 1950. Einn
björgunarmannanna, Tryggvi Forsteinsson, birti grein um atburðinn
í tímaritinu Súlum 1980, en fullyrða má, að hlutirnir séu séðir af
nokkuð öðrum sjónarhóli en í fyrri skrifum í þessari áður óbirtu
grein Jóns.
Þormóður Sveinsson er horfinn yfir móðuna miklu fyrir nokkrum
árum. Hann var einn af ötulustu liðsmönnum Ferðafélags Akureyrar
og sennilega hefur enginn einn maður lagt til ntcira efni í Fcrðir en
hann enda í ritnefnd nær tvo áratugi.
Grein sú, sem hér er birt, kom frá hans hendi í blaðinu Degi 14.
september 1939. Feim sem þessar línur ritar, er í barnsminni, hve
ógnvænlegur honum þótti atburðurinn, sem lýst er í greininni þegar
hann las hana haustið 1939. Hefur víst fleirum verið svo farið, því að
nokkrir munu hafa orðið til að skrifa um þetta efni, bæði frá sjónar-
hóli sannfræði og skáldskapar.
Þakkir skulu færðar Jóni Sigurgeirssyni, sem eftirlét félaginu grein
sína til birtingar og Eiríki Þormóðssyni, er heimilaði birtingu greinar
föður síns svo og myndatökumönnum, Eðvarð Sigurgeirssyni og Sig-
urði Hjálmarssyni. , .