Ferðir - 01.05.1990, Blaðsíða 34
.34
F R R Ð I R
Skýrsla Laugafellsnefndar 1989
Mikill snjór á öræfunum olli því að vegurinn upp úr Eyjafirði var ekki opn-
aður til umferðar fyrr en í byrjun ágúst. Skálavörður komst þó inn í Laugafell
snemma í júlí og hófst þá strax handa við hvers konar lagfæringar og hrein-
gerningar á húsunum. Einnig sáði hann ögn af grasfræi og drcifði áburði á
uppgræðslu na.
Skálanefndin fór til eftirlits 6. ágúst og þá leit allt vel út á staðnum.
Skálavörðurinn, Aðalstcinn Arnason. sá um að halda öllu í góðu horfi yfir
sumarið.
Grasfræið, sem sáð var í nýræktina suðaustan við sundlaugina hinn 19.
september haustið áður, kom vel upp, cn náði ekki miklum þroska á hinu
óvenjustutta sumri, svo sýnt er að þar verður ekki haft tjaldstæði á þessu
sumri.
Föstudaginn 15. september fluttu vélsleðamenn nýsmíðað hús suður að
Laugafelli. Tveir menn úr Laugafellsnefnd fylgdust með öllum aðgerðum
þar. Skúrarnir, sem stóðu á melnum vestan sundlaugarinnar, voru báðir fjar-
lægðir og húsið sett á grunn baðskúrsins.
Laugardagsmorguninn 16. september var komin vonskuhríð. Samt var
unnið af kappi allan daginn við að festa skúrana niður og tengja hitalagnir og
t'rárennsli við þá. I rökkri um kvöldið var því lokið og þá varð fljótt hlýtt í öll-
um húsunum.
Ferðafélagið sá um að leggja nýja hitalögn í skálavarðarhúsið, en vélsleða-
menn kostuðu að öðru leyti allar þessar breytingar. Ofnarnir í skálavarðar-
bústaðnum voru fjarlægðir og settar eirpípur með álspjöldum í staðinn, líkt
og er í gamla húsinu. Síðan er þar jal’n og góður hiti.
Ferðafélagið gerði munnlegan samning við vélslcðamenn um að þeir
fengju grunn og hitalögn frá félaginu og það hefði svo í staðinn full afnot af
húsi þeirra yfir sumarið.
F. h. Laugafcllsnefndar:
Angantýr H. Hjálmarsson.