Ferðir


Ferðir - 01.05.1990, Blaðsíða 13

Ferðir - 01.05.1990, Blaðsíða 13
F E R Ð I R 13 Leiðangursmenn frá Akureyri að störfum við hlið flaksins. Gerla sést hve illa það er útleikið. Einn hundanna í baksýn til vinstri. (Ljósm.: Eðvarð Sigurgeirsson.) með því að slá skíðunum örlítið til hliðar um leið og ég gekk, félagar minir treystu á næmleik minn og njólafeiskjurnar og ullin sönnuðu að ég var traustsins verður. Svo fór þó um síðir að slóðin týndist. Þá var kveikt á eldspýtum og skriðið og þreifað, án árangurs. Tryggvi Þorsteinsson sem taldist fararstjóri vildi að sest yrði að til næturdval- ar og byrjað var þegar að byggja snjóhús. Ég var ekki samþykkur þessu, við hlutum að vera næstum komnir að Kistufelli. Við Ólafur gengum því áfram en steyptumst hvað eftir annað á hausinn því skíðin rákust í eitthvað. Það var logn og kallast var á. Allt í einu birti augnablik og sást þá hvað olli því að við toldum ekki á fótunum, við vorum inn í klasa af jökulstrýtum. Skömmu síðar komumst við Ólaf- ur i kallsamband við menn er skotið höfðu úr merkjabyssu uppi í Kistufelli. Breyttust nú aðstæður því menn þessir, Jóhann Helgason °g Gísli Ólafsson færðu okkur vasaljós. Hafði Tryggvi nær lokið snjohúsbyggingunni er við komum til baka en í því bar skyndilega að ovæntan mann utan úr myrkrinu. Þetta var Þorsteinn Svanlaugsson snöggklæddur sveittur og móður. Hann hafði þá sögu að segja að

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.