Ferðir


Ferðir - 01.05.1990, Page 6

Ferðir - 01.05.1990, Page 6
6 1-' K R Ð 1 R A Urdarhálsi. Vörubíllinn kemst ekki lengra og farangitr er borínn af honum og settur í jeppana. (Ljósm.: Jón Sigurgeirsson.) um, skíðum og bensíni svo aðeins var rúm fyrir einn farþcga sem var Ólafur Jónsson ráðunautur. Báðir vorum við vanir fjaRaferðum og * kunnugir öðrum fremur á öræfunum. Klukkan fimm að morgni var lagt at' stað úr Reykjahlíð, veður var kyrrt og aðeins snjóföl á jörð. I Herðubreiðarlindum var tafið og tók ég þar saman allstórt knippi af feiskjuðum hvannan jólum og batt á jeppann. Á leiðinni inn að Dyngjujökli var nokkrunt sinnum um daginn kastað niður til okkar orðsendingum úr flugvélum og vissum við því nokkurnveginn hvað var að gerast í björgunarstarfinu. Skíðaflugvél- in kom á slysstaðinn og átti að fljúga heim með fólkið, cn þó vorum við beðnir að halda áfram að Geysisflakinu og að þar fengjum við að vita erindið. Við heyrðum tilkynnt í útvarpinu að þeim sent um slysstaðinn ættu leið væri óheimilt að hnýsast nokkuð í flugvélarflakið. Ef vissa fengist fyrir því að búið væri að bjarga áhöfninni af jöklinum ákváð- um við að snúa strax við heim á leið og láta hverja þá sem kynnu að > bera að garði á Bárðarbungu, gramsa í dóti eftir vild. Síðar fréttum við að flugtak björgunarvélarinnar hefði mistckist og fólkiö biöi komu okkar. Við svokallaðan Uröarháls urðu tafir. Þar er bratt og grýtt og hafði ekki verið ekið áður. Vörubíllinn var

x

Ferðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.