Ferðir


Ferðir - 01.05.1990, Blaðsíða 7

Ferðir - 01.05.1990, Blaðsíða 7
r !•: n ð i h nú skilinn eftir og farangri af honum jafnaö á jcppana. Síðla kvölcls tjaldaði þessi stóri hópur í krikanum viö rætur Kistufells. í útvarpinu heyrðist að senda ætti okkur talstöð í tjaldbúðina svo hægara væri að fylgjast mcð og talast við. Veður var gott. kyrrt og bjart. Lítil flugvél birtist yfir. við merkt- um slctta sandflöt til að láta talstöðina falla á. Þctta passaði nákvæmlega en tækiö fcll cins og stcinn og fór í þusund mola. Ftill- hlífin hafði ekki opnast. Jaðar Dyngjujökuls var svo brattur og sprunginn ;tð við sem til þekktum höfðum aldrei séð hann þvílíkan og ekki fær ncma fuglin- um fljúgandi. Var þá leitað vestur fyrir fellið en það var sama þar. Eina leiðin til að komast upp á jökulinn var að fara yfir Kistufcll 1450 m hátt. Við gengum um kvöldið nokkrir upp á fellið. Það var glampandi bjart og sá vítt yfir Vatnajökul. Langt í fjarska í suðvestri sáum við flugvél hnita krappa hringi. Ályktuðum við það vera yfir slysstaðn- um og tókum sem nákvæmasta kompásstefnu á staðinn og sigtuðutn á hann með stikum. Auðveldustu leiðina niður að tjöldunum merkt- um við einnig með stikum. Þá var mikið brugðið birtu og þoka huldi norðurfjöll. Klukkan þrjú að morgni þess 20. sept. vakti Þorsteinn mig til að sækja vatn í morgunkaffið. Það var þreifandi náttmyrkur, norðaust- an átt og þoka og ýrði úr lofti ísingu. Eg skreið upp úr hreindýra- skinnpokanum glóðheitur og hress, klæddi mig sem best ég gat, og dró loðhúfu niður fyrir eyru. Ég tók klökuga mjólkurskjólu, vasaljós og haka og staulaðist upp að jökulröndinni. Þar sást hvergi vatns- dropi en eitthvað heyrðist sitra undir klakanum. Þorsteinn Svan- laugsson kom mér til hjálpar og hélt á vasaljósinu meðan ég hjó holu sem fljótlega fylltist af jökullituðu sandskólpi. Veðurútlit og barometestaða gerði það að verkum að menn bjuggu sig í hálfgerðu ráðaleysi. Það var vonlaust að ráðast til jökulgöngu í svona dimm- viðri, ekki var heldur hægt að bíða. Fyrir birtingu lagði heldur óhress hópur af stað upp Kistufells- brekku. Allir voru með skíði á öxlum og smápoka á baki, smá mat- arbita, sokkaplögg og einhver drykkjarföng, mjög af skornum skammti. Ekkert hitunartæki eða ljósfæri var með eða nokkuð til að miðla öðrum af. Okkur hafði verið sagt að Geysisfólkið hefði allt til alls og biði bara komu okkar. Eftir stikum röktum við leiðina frá kvöldinu áður í stefnu á hábrún fellsins. Þá skeði það sem ég gleymi

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.