Ferðir


Ferðir - 01.05.1990, Page 24

Ferðir - 01.05.1990, Page 24
MINNING: Hulda og Margrét Hauksdætur „Peir sem guðirnir elska deyja ungir. “ Pessi Ijóðlína eftir forngríska skáldið Menandes kom upp í huga mér síðastliðið sumar, þegar ég frétti af slysinu í Bergvatnskvíslþarsem litlu frænkur mínar dóu. Hversu snögglega skipast ekki veður í lofti og þrumunni lýstur niður þar sem síst var von á. Hulda og Magga voru svo fullar aflífsorku og fjöri, að það tók mig nokkurn tíma að átta mig á því að þær gætu verið liorfnar á braut. Pær voru glaðværir órabelgir og alltaf var líf í tuskunum í kringum þær. Ferðalög voru þeirra lífog yndi ogsérstakur Ijómi varyfir Laugafellsferðum íþeirra augum. Pær voru frá- bærlega duglegar í þessum ferðum og oft því líkara að um fullorðna væri að ræða en börn. Par lét Magga litla sitt ekki eftir liggja og vildi í engu standa stóru systur að baki. í fyrravor fórum við í vinnuferð upp í Herðubreiðarlindir. Pað var kalt í veðri en Hulda og Magga létu það ekki á sig fá og nutu ferðarinnar til fulls. Ég man að þær teymdu mig út í hraun ogsýndu mér hreiður sem þærhöfðu fundið. Pótt nokkuð sé um liðið, sker söknuðurinn mig samt innan, þegar ég hugsa til systranna litlu og allt ofstuttrar dvalarþeirra hjá okkur. Endurminningarnar eru margar og góðar og þær eigum við að vera þakklát fyrir. Skarðið er stórt, en við verðum að lúta vilja Guðs og muna að hann leggur aldreiþyngri byrðar á okkur en við getum borið. Hann hefur kallað Huldu og Möggu heim til sín og þar gætir hann þeirra og verndar þar til við sjáumst á ný. Á.I.

x

Ferðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.