Ferðir


Ferðir - 01.05.1990, Page 11

Ferðir - 01.05.1990, Page 11
Fremsti hlutinn af flaki Geysis. Björgunarflugvélin ameríska í baksýn. (Ljósm.: Eðvarð Sigurgeirsson.) því að skjóta þá. Enginn hreyfði mótmælum. Ólafur hjálpaði mér við aftökuna, við bárum eitt og eitt búr burt frá vélinni, aflífuðum þá þar og grófum þeim öllum eina gröf. Okkar mesta áhyggjuefni var þorstinn, hann hafði sagt til sín á uppleiðinni og öll drykkjarílát þá tæmst. Nokkrum tíma var eytt í að bræða snjó. Við studdumst við reynslu Geysisfólksins, notuðum gljákrómaða kaffikönnu flugvélarinnar fyrir eldstæði. Hún var fyllt af papparusli vættu í bensíni svo var raðað kringum hana vatnsbauk- um og eldur borinn að. Blossaði þá upp bál mikið en var útbrunnið áður en þýtt var í baukunum. Með þessu safnaðist þó nokkuð vatn til heimferðarinnar. Flugfólkið kom og þáði hjá okkur krapvatn að drekka. Tryggvi fékk komið á framfæri í gegnum talstöð björgunar- vélarinnar orðum að okkur yrðu send drykkjarföng og að Kistufells- búar væru beðnir að koma á móti okkur til hjálpar og hafa Ijósfæri. Þau orð komust aldrei til skila og að drykknum kem ég síðar. Skíða- sleða hafði verið varpað niður. Hann var með blikkfóðruðum síðum en hafði auðsjáanlega staðið missirum saman á blautri jörð svo ryðg-

x

Ferðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.