Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Page 18

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Page 18
inni reyndi af fremsta megni að vinna að því, að framkvæmd yrðu þau atriði, sem flokksþingið hafði gert ályktun um og skýrt kom í ljós í frumvarpi því, sem þingmenn Alþýðuflokksins lögðu fyrir vetrarþingið 1941. Má því óhikað fullyrða, að Al- þýðuflokkurinn, bæði fulltrúi hans í ríkisstjórninni, þingflokkurinn og miðstjórnin sameiginlega, reyndu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að fá fram- kvæmdar ályktanir Alþýðusambandsþingsins, þótt þær næðu eigi fram að ganga sökum andstöðu hinna flokkanna. Á þessu sama alþingi var tekin til athugunar skattalöggjöf landsins. Áður hafði verið skipuð milliþinganefnd til þess að athuga þau mál og var Jón Blöndal, hagfræðing- ur, fulltrúi Alþýðuflokksins í nefndinni. í samráði við miðstjórn og þingflokk Alþýðuflokksins bar hann fram sérstakar tillögur í þessum málum, í fullu samræmi við þá stefnu, er flokksþingið mark- aði í skattamálunum. í ítarlegu nefndaráliti, sem fulltrúi Alþýðuflokksins í milliþinganefndinni rit- aði um málið, benti hann á meginröksemdirnar fyrir tillögum flokksins. Varðandi tillögur Alþýðuflokksins um nauðsyn á nýbyggingarsjóðum útgerðarfyrirtækja til endur- nýjunar skipastólnum, segir svo í nefndaráliti Jóns Blöndals: „Það er því þjóðarnauðsyn að tryggja það á ein- Jivern hátt að til verði fé eftir stríðið til þess að endurnýja skipaflotann. En hvernig á að tryggja það? Útgerðin hefir fyrr grætt stórfé og það hefir 16

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.