Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Page 24

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Page 24
fulltrúum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins í ríkisstjórninni, að þeir voru algeriega andvig- ir kröfu félaganna, og munu atvinnurekendur í hlutaðeigandi iðngreinum hafa verið tregari til samninga en ella vegna vissunnar um það, hvernig ráðherrar Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna tóku málinu. Hinn 1. janúar 1942 höfðu samningar ekki tekizt milli félaganna og atvinnurekenda, og hófust þá verkföll. Að vísu kom strax í ljós eftir áramótin, að atvinnurekendur vildu semja, en þá kom upp úr dúrnum, að Framsóknarflokkurinn vildi lögbanna það, að nokkrar grunnkaupshækka,nir ættu sér stað, og Sjálfstæðismenn féllust á það ráð. Fulltrúi Alþýðuflokksins tók það skýrt fram, þeg- ar farið var að ræða þessi mál, að hann væri mót- fallinn kaupbindingu og að alls ekki væri unnt að gefa út bráðabirgðalög um þetta efni, nema brjóta í bág við þá viðteknu starfsreglu þjóðstjórnarinnar, að gefa ekki út bráðabirgðalög, nema allir ráðherr- arnir væru því samþykkir. M. a. hafði ekki á sín- um tíma verið horfið að því að gefa út bráðabirgða- lög um verðlagseftirlit, vegna þess að ráðherrar 1 Sjálfstæðismanna voru því mótfallnir, og voru þeir þó í minnihluta í því máli innan stjórnarinnar. En þrátt fyrir það, að rofin væri með þessu starfs- regla ríkisstjórnarinnar, og þrátt fyrir eindregin mótmæli Alþýðuflökksins, fulltrúa hans í ríkis- stjórninni og miðstjórnar flokksins, ákváðu þeir í sameiningu, Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn, að gefa út bráðabirgðalög um þetta efni, og voru 22

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.