Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Side 25

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Side 25
það hin illræmdu gerðardómslög, er gefin voru út 8. janúar 1942. En það var ekki nóg að Alþýðuflokkurinn væri á þenna hátt beittur ofbeldi, heldur fóru ráðherr- ar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins einnig niður í ríkisútvarp og gerðu þar grein fyrir lögunum af sinni hálfu, en meinuðu ráðherra Al- þýðuflokksins að taka þar til máls. Strax og þetta skeði þá var kallaður saman fund- ur í miðstjórn Alþýðuflokksins, og meðal þing- manna hans, er til náðist á þann 'hátt, en staðið í símasambandi vig þá, sem voru utan bæjar. Þessi fundur var haldinn 9. janúar 1942, eða daginn eftir útgáfu bráðabirgðalaganna. Var þar samþykkt með samhljóða atkvæðum miðstjórnar- manna og þingmann flokksins eftirfarandi tillaga: „Fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins í ríkisstjórninni hafa í gær, þrátt fyrir marg endurte'kin og ákveðin mótmæli fulltrúa Alþýðu- flokksins, gefið út bráðabirgðalög þar sem verka- lýðsfélögin, og launastéttirnar yfirleitt, eru sviptar samnings- og verkfallsrétti og komið er á þvinguð- um gerðardómi í kaupgjaldsmálum í þeim yfir- lýsta tilgangi að koma í veg fyrir allar kaup- og kjarabætur. Útgáfa þessara bráðabirgðalaga brýtur og algjör- lega í bág við þær viðteknu og yfirlýstu starfs- aðferðir samstjórnarinnar að gefa ekki út bráða- birgðalög nema allir ráðherrar væru því samþykkir. Mótmælum fulltrúa Alþýðuflokksins gegn þessum .aðförum var því ein.u svarað af hálfu samstarfs 23

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.