Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Page 27

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Page 27
Alpinsp veturinn 1942. Lögin um gerðardóminn -mæltust mjög illa fyrir meðal launastéttanna, en verkalýðsfélögin fylgdu þó landslögum á -alla lund, og iþau, sem í deilum áttu, tóku upp vinnu að nýju eftir að lögin voru sett. Hins vegar kom brátt í ljós, að gerðardómslögin myndu alls ekki ná tilgangi sínum, því að -atvinnurekendur sáu sér oft alls ekki annað fært, en að fara í kring um lögin og greiða launastéttunum alls konar upp- bætur og láta þær hafa lengri vinnutíma, svo að þær fengju í raun og veru hækkað kaup. Þrátt fyrir þetta voru gerðardómslögn samþykkt á vetrarþinginu 1942. Alþýðuflokkurinn gerði harða hríð að lögunum á þingi, en þá stóðu Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn saman um lögin, þótt auðséð væri, að mörgum þingmönnum þessara flokka var sárnauðugt að samþykkja lögin, — jafnvel skárust sumir alveg úr leik. Sést þetta bezt á því, að lögin- voru að lokum afgreidd frá efri deild með atkvæð- um minnihluta þingdeildarmanna. Og eins og alkunn- ugt er, voru lögin síðan afnumin á sumarþinginu 1942. En þegar nokkuð var liðið á aðalþingið 1942, kom nýtt málefni til skjalanna, sem hafði í för með sér á- kveðinn ágreining -milli IVamsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. En það var breytingin á kjör- dæmaskipun landsins. Á öndverðu aðalþinginu 1942 tók miðstjórn og 25

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.