Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Page 30

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Page 30
tímabundins og takmarkaðs hlutleysis Alþýðuflokks- ins og Kommúnistaflokksins. Stj órnarskrárbreytingin var síðan samþykkt £ fvrra sinn vorið 1942, og alþingi síðan rofið og efnt til nýrra'kosninga hinn 5. júlí 1942. Kosningar ákjörfísnatsilimn. Samkvæmt gildandi landslögum áttu bæjarstjórn- arkosningar og kosningar til hreppsnefnda í kaup- túnum að fara fram í janúarmánuði 1942. En vegna. vinnudeilna, er prentarar áttu í um það leyti, koma engin blöð út nema Alþýðublaðið eitt, er hafði sér- staka samninga um það atriði við prentarafélagið. Fyrir þessar sakir báru fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í þáverandi ríkisstjórn Hermanns Jónassonar fram kröfur um það, að bæjarstjórnarkosningunum yrði frestað. Stóðu um þetta miklar deilur innani ríkisstjórnarinnar, og hefir þeim verið lýst nokkuð, einkum' í blöðum Framsóknarmanna og af fulltrúum' þess flokks, þótt ekki verði með vissu sagt hvað' fram hefir farið í ríkisstjórninni um þetta atriði. En eitt er þó víst, að gefin voru út bráðabirgðalög um frestun bæjarstjórnarkosninga í Reykjavík, en kosningar í öðrum kaupstöðum og kauptúnum fóru fram á tilsettum tíma. — Bæjarstjórnarkosningar f Revkjavík fóru síðar fram, nokkru eftir að prent- araverkfallinu var lokið. Úrslit bæjarstjórnarkosn- inganna voru viðunandi fyrir Alþýðuflökkinn. Hann hélt meirihlutaaðstöðu sinni þar sem hann hafði áður haft meirihlutavald. bæði á ísafirði og í Hafn- 28

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.