Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Síða 40

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Síða 40
(3) Fjölskyldumálahópur. (4) Byggðahópur. Hóparnir mega skipta sér í undirnefndir. Ræðutími er takmarkaður við 6 mínútur, tvisvar um hvert mál. Framsögumenn starfshópa hafa 12 mínútna framsögutíma, annars 6 mínútur. Sjálfstæðar tillögur skulu fram lagðar eigi síðar en í fundarlok á laugardag. Breytingatillögur við ályktanadrög starfshópa má flytja undir umræðum um þau. Ályktun um byggðamál. Vinnuhópurinn hefur fjaillað um frumvarpsdrög að byggðastefnu fyrir Alþýðuflokkinn, sem lögð voru fyrir aukaþingið. Nefndin telur eðlilegt, að þessi drög verði send félögum flokksins um allt land til athugunar, en að öðru leyti verði málinu vísað til þingflokks og fram- kvæmdastjórnar, er hafi forgöngu um úrvinnslu og frá- gang. Vinnuhópurinn leggur fyrir þingið eftirfarandi ályktun um byggðamál: Aukaflokksþing Alþýðuflokksins telur, að mjög sé orðið tímabært að endurskoða þá byggðastefnu, sem starfað hefur verið eftir hér á landi. Byggðastefna verður ekki grundvölluð á „kommisarakerfi“ og fyrir- greiðslupólitík. Til að ná árangri með skynsamlegri byggðastefnu er nauðsynlegt að gera byggðaáætlanir fyrir hvern landshluta, er verði í tengslum við þjóðhagsáætlun og aðra stefnumörkun um rekstur þjóðarbúsins. Slíkar byggðaáætlanir verður að gera í samráði við heimamenn og samtök þeirra. Byggðaáætlanir eiga ekki síður að ná til þéttbýlissvæða en dreifbýlissvæða. — Skynsamleg 38

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.