Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Síða 54

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Síða 54
lengur við það unað að Alþingi taki ekki af skarið, þannig að því máli verði hrundið í framkvæmd. Foreldrafræðsla og fjölskylduráðgjöf. Ein af þeim breytingum sem orðið hafa á síðari árum í íslensku þjóðfélagi er að foreldrar eru yngri en áður, stofna fyrr til fjölskyldu. Allar þessar breytingar kalla á meiri ábyrgð hjá ungu fólki, meiri þekkingu og skilning, meiri tillitssemi, en nokkru sinni fyrr, ef ekki á illa að fara. Þjóðfélagið verður að taka tillit til þessara staðreynda vegna aukinnar tíðni hjónaskilnaða (hjúskaparslita) á síð- ustu árum. Þess vegna leggur flokkurinn áherslu á: - að strax í grunnskólanum fái nemendur haldgóða fræðslu um kynlíf og getnaðarvarnir. - að í efstu bekkjum grunnskólans sé lögð áhersla á að kynna þá ábyrgð sem fylgir því að eignast börn og stofna heimili. - þeirri fræðslu sé haldið áfram fyrir unglinga og ungt fólk með námskeiðum, fræðslu í námsflokkum eða kvöldskólum og með skipulagðri og markvissri fræðslu í útvarpi og sjónvarpi. - að í hverju sveitarfélagi sé ávallt fyrir hendi að- gengileg og ódýr foreldrafræðsla fyrir fólk með börn og verðandi foreldrum sérstaklega boðið upp á slíka fræðslu og þeir hvattir til að notfæra sér hana. Dagvistarmál. Litlar fjölskyldur hafa nú komið í vaxandi mæli í stað stórra fjölskyldna. Þess vegna er það ákaflega vafasamt 52

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.