Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Page 10

Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Page 10
10 | | 1. júní 2023 Karítas Þórarinsdóttir, stýri- maður á Herjólfi fæddist árið 1986 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar eru Hafdís Sigurðardóttir og Þórarinn Þórhallsson. Í dag býr hún í Vestmannaeyjum ásamt sam- býliskonu sinni, Önnu Kristínu og syni þeirra Hafþóri Frank. Karítas segir að hún hafi fengið að alast upp í faðmi fjölskyldunnar og Eyjanna. Hún eyddi næstum öllum sínum tíma sem barn og unglingur í handbolta, fótbolta og uppi á fjöllum. Eftir útskrift úr FÍV fór hún í íþróttakennaranám á Laugarvatni og flutti síðan í Kópavog árið 2012. Þar kynntist hún Önnu Kristínu árið 2014 og náði að sannfæra hana um að flytja með sér til Eyja í fyrra með son þeirra Hafþór Frank. Á unglingsárunum vann hún mikið í fiski hjá Guðmundu og Viðari Ella í Fiskvinnslu VE og segir hún það hafa verið frábær- an tíma. Ásamt því þjálfaði hún yngri flokka ÍBV í fótbolta. Þess á milli var hún í hinum og þessum störfum. Eftir útskrift í Kennó hafði hún ekki mikinn áhuga á að starta ferlinum í kennslunni. Hún leitaði út fyrir Eyjarnar og fékk vinnu í Reykjavík við glerblástur í Marel, kenndi sund hjá Stjörnunni í Garðabæ, vann í smátíma á sambýli í Garðabæ og á vistheim- ili barna í Reykjavík. „Vinnan þar kom mér alveg niður á jörðina,“ segir Karítas sem eftir það byrjaði að vinna sem afleysingakennari í Hörðuvallaskóla og í Álfhólsskóla og var hún umsjónarkennari í þeim síðarnefnda í þrjú ár. Í dag starfar Karítas sem annar stýri- maður á Herjólfi. Sjómennskan heillaði Fram til þessa hefur hún unnið sumur hér og þar á sjó. Eitt sumar var hún á handafærum á Horna- firði á Sævari SF á ufsaveiðum. Skipstjórann, Ómar Frans Frans- son, og segir hún að hafi gefið sér sitt fyrsta tækifæri á sjó en áður hafði hún reynt að fá pláss á öll- um bátum í Eyjum. „Ég á honum margt að þakka. Ég fór síðan einn humartúr á Steinunni SF áður en þær veiðar voru bannaðar. Næst fór ég á Sindra VE hjá Vinnslu- stöðinni og fékk þann heiður að hafa Sverri Gunnlaugsson sem skipstjóra. Einnig prófaði ég hvalveiðar en ákvað að eltast ekki við það.“ Karítas er lærður stýrimaður og kennari. Á þeim tíma sem Karítas lærði stýrimanninn voru fimm til sex konur á sama tíma og hún í námi. „Eftir að laxeldi óx hér á landi hafa fleiri konur skráð sig í smáskipanámskeið, sem gefur réttindi á báta 15 metra langa og undir. Einnig hafa þær verið að skrá sig á skemmtibátanámskeið sem gefur réttindi á skip 24 metra og undir. Þær leynast þarna og þeim fjölgar.“ Karítas segir starfið á Herjólfi vera draumavinnuna. „Ég elska að vinna um borð og fá að taka þátt í siglingunni á skipinu, spá í veður og sjólag og læra af skipstjórum og stýrimönnum. Ég hitti mikið af fólki og líkar vel að geta veitt þeim góða þjónustu. Andinn um borð er mjög góður, allir já- kvæðir og mæta hressir til vinnu. Skipstjórarnir eru til fyrirmyndar og veigra sér ekki við að hjálpa til í hvaða verkefnum sem er, þeir setja okkur gott fordæmi.“ Líður vel í Eyjum Karítas segir starfið henta fjöl- skyldulífinu vel. „Einn af mörgum kostum við að vinna á Herjólfi er að koma aftur í land til fjöl- skyldunnar þegar vaktinni lýkur. Á tímabili var þetta strembið þegar Anna vann í lögreglunni og hún á vöktum líka. Eftir að hún hóf störf á HSU breyttist þetta til hins betra. Við fáum mikla aðstoð frá fjölskyldunni. Mamma, pabbi og Írena systir hafa heldur betur stutt við bakið á okkur og langafi og langamma brúa bilið. Það leggjast allir á eitt til að hjálpa okkur ef þarf.“ Ef Karítas fengi að ráða myndi hún starfa á Herjólfi út lífið. „Önnu Kristínu hefur verið tekið mjög vel hérna og hún komist vel inn í samfélagið. Ég hef ekki áhyggjur af því að hún fari að draga mig upp á land aftur, nema hún vilji starfa aftur sem svæf- ingarhjúkrunarfræðingur sem ég veit að hana langar. Hafþóri Frank líður vel á leikskólanum Sóla og nýtur þess að vera hjá fjölskyldunni.„Það er margt jákvætt að búa með fjölskylduna í Eyjum.“ Í lokin vill Karítas kasta þakk- lætiskveðju á Hörð Orra fram- kvæmdastjóra Herjólfs og á skipstjórana og stýrimennina. „Þeir vita af hverju,“ segir hún. Karítas Þórarinsdóttir, stýrimaður hefur víða komið við: Starfið á Herjólfi er draumavinnan DÍANA ÓLAFSDÓTTIR diana@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.