Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Side 14
14 | | 1. júní 2023
Jón Stefánsson frá Fagurhól í
Vestmannaeyjum kom víða við
á ævinni. Hann var strætis-
vagnastjóri, iðnverkamaður,
næturvörður, ritstjóri og loft-
skeytamaður og þekktur sem
Jón á Stöðinni. Hann fæddist
í Eyjum þann 28. ágúst 1909.
Hér lýsir hann á lifandi og
skemmtilegan hátt uppvaxt-
arárum sínum, spranginu,
bíóferðum sem kostuðu sitt,
lífinu við höfnina og sérstæð-
um róðri þar sem aflinn var
lifur. Það var ekki mikla vinnu
að hafa í upphafi kreppunn-
ar. Þegar kom að því að taka
bílpróf fékk hann að vinna upp
í kostnaðinn. Er þetta annar
kaflinn úr minningarbrotum
Jóns sem Hermann Kristján,
sonur hans hefur tekið saman.
„Mjög vinsælt var hjá okkur
strákunum að spranga í Skip-
hellanefinu. Ekki veit ég hvenær
fyrst var sett þarna band handa
strákum til að spranga í eða
hvaða ágætismenn stóðu fyrir því,
en frá því ég man eftir mér var
þarna band og oft munu ein-
hverjir vinir drengjanna hafa litið
eftir að bandið væri nógu traust.
Ýmis nöfn voru á þeim stöðum
sem sprangað var úr, t.d. Neðsti
bekkur, Miðbekkur, Efsti bekkur
og Grastó svo eitthvað sé nefnt.
Já, það var oft farið inn í Spröngu
eins og það var oft kallað og þar
áttu strákarnir marga ánægju-
stund.
Kaflamyndir í bíó
Að fara í bíó var mjög eftirsótt af
okkur krökkunum en það kostaði
25 aura fyrir börn að fara í bíó.
Gallinn var bara sá að oft voru
ekki til 25 aurar fyrir bíóferð. Var
það oft voðaleg raun fyrir okkur
þegar þess er gætt að þá var mikið
um framhaldsmyndir eða kafla-
myndir eins og þær voru kallaðar
og tók þá þrjú til fjögur kvöld að
sýna myndina og stundum meira.
Hver kafli endaði á því að aðal-
söguhetjan var í dauðans greipum
og engin leið til þess að hún
slyppi lifandi, en það vissum við
nú samt að hún myndi gera. Var
alveg óskaplegt að hafa séð fyrsta
og kannski annan kaflann og svo
ekki meira, af því að ekki var
hægt að fá 25 aura fyrir bíómiða.
Þá var ekki síst vinsælt hjá okkur
strákunum að fara útá. En það
var alltaf kallað að fara útá að
fara á einhverjum skjögtbátnum
róandi um höfnina, undir Löngu
og oft út í Klettsvík og Kletts-
helli. Stundum austur í flóann.
Lærðum við snemma áralagið og
urðum góðir ræðarar, samtaka og
samstilltir í róðrinum, annað mátti
ekki sjást. Við vorum mest saman
þrír strákar í þessum útá-ferðum,
Gaui í Sjólyst, Skarpi í Valhöll og
Nonni í Fagurhól eins og við vor-
um alltaf kallaðir. Við vorum svo
heppnir að pabbi Skarpa (Skarp-
héðinn hét hann) átti liðlegan
og góðan árabát sem hét Kópur.
Máttum við alltaf taka hann þegar
okkur langaði. Aðeins eitt skilyrði
var sett, að við settum hann alltaf
upp aftur að sjóferð lokinni en
hann stóð í hrófinu norðan Strand-
vegarins hjá Strandbergi.
Útáferð sem ekki mátti sleppa
Oft var þá mikið af enskum togur-
um hér á ytri höfninni, t.d. í vond-
um suðvestanveðrum lágu þeir í
tuga tali hér í flóanum og oft kom
það fyrir þegar þeir höfðu fengið
fullt dekk af fiski að þeir lögðust
hér fyrir utan hafnargarðinn með-
an þeir voru að gera að fiskinum.
Ekkert hirtu þeir nema flatfisk og
ýsu, hentu öllu öðru fyrir borð.
Eitt sinn man ég eftir, það mun
hafa verið á skírdag eða annan í
páskum, að mamma var búin að
sauma á mig ný og falleg föt og
var ég harla montinn er ég fór
út í sólskinið og veðurblíðuna í
þessum fínu fötum.
Von bráðar hitti ég Gaua og
Skarpa og urðum við sammála
um að útáferð mætti ekki sleppa í
þessu indæla veðri. Var nú Kópur
settur á flot og sest undir árar og
róið út í hafnarmynnið. Sáum við
þá hvar enskur togari lá skammt
utan. Rerum við út að togaranum
og var dekk hans fullt af fiski og
slori, lifur og fiski bókstaflega
rigndi fyrir borð.
Þótti okkur ofboðslegt að sjá
öllu þessu verðmæti hent í sjóinn.
Ekki kunnum við orð í ensku en
með pati og bendingum gátum
við gert þeim skiljanlegt að okkur
langaði til að þeir hentu lifrinni og
fiskinum í bátinn okkar. Lögðum
við síðan bátnum að hlið togarans
og hentum upp bandi sem þeir
festu og nú tók fiskur og lifur að
streyma í Kópinn.
Fylltu bátinn
Sá galli var á að lifrinni fylgdi
allt slorið. Ekki kærðum við
okkur um að kom með slor í land
enda komst miklu minna í bátinn
ef slorið var líka tekið svo við
rukum í að fara að slíta lifrina frá
slorinu og henda því fyrir borð.
Gleymdum við þá fínu fötunum
okkar algjörlega. Í ákafa okkar
gættum við ekki vel að þegar
slor eða fiskur kom fljúgandi yfir
borðstokk togarans og lenti það
stundum á höfði okkar eða annars
staðar á okkur, en um það var nú
ekki verið að hugsa.
Fengum við bátinn alveg fullan,
þar af eitt rúmið fullt af lifur.
Rerum við hinir hróðugustu í
land og seldum aflann, settum
Kóp í hrófið og héldum heim. Þá
fyrst mundi ég eftir nýju glæsi-
legu fötunum mínum, öll útötuð
í slori eins og ég hefði verið að
baða mig í þeim í slorkari. Ekkert
sagði mamma mín, hefur kannski
ekki átt orð yfir útganginum á
stráknum sínum, að fara svona
með fötin sem hún hafði setið við
fram á nætur að sauma á hann svo
hann gæti verið fínn á páskunum.
Ekki man ég nú hvað við fengum
fyrir aflann, en mig minnir að það
hafi verið um 10 krónur á hvern,
auk þess tók Ágúst hlut fyrir bát-
inn. Var ég hinn hreyknasti er ég
afhenti mömmu minn hlutinn.
Sýndi presti sínum vinarhug
Fermdur var ég árið 1923. Við
sem þá vorum fermd vorum
Minningabrot eftir Jón Stefánsson frá Fagurhól Æskuminningar:
Fínu páskafötin fóru fyrir lítið
Jón Stefánsson ungur maður.
Jón á vakt á Loftskeytastöðinni. Það var oft líflegt á öldum ljósvakans þegar
vetrarvertíðir stóðu sem hæst.
Hér er verið að þurrka fisk við Tangann