Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Page 15

Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Page 15
1. júní 2023 | | 15 síðustu fermingarbörn séra Odd- geirs Guðmundssonar, var hann þá orðinn mjög veikur af þeim sjúkdómi er dró þann ágætismann til dauða. Fermingarathöfnin mun því hafa verið með því alstysta sem hér hefur verið. Á gamlárs- kvöld var og hefur verið venja að sprengja púðurkerlingar og kínverja en um þessi áramót var fólk beðið að skjóta ekki og hafa sem minnstan hávaða í frammi vegna veikinda prestsins. Man ég aldrei eftir slíkri beiðni síðan en prestur lá þá fyrir dauðanum og sýnir þetta vel hvern vinarhug Eyjamenn báru til prests síns. Leitað í bitakassanum Það stóð ekki á okkur strákunum að vera niður á bryggju þegar báturinn sem pabbi okkar var á kom að landi. Þegar út í bátinn var komið langaði okkur nú helst að fá að henda fiskinum upp á bryggjuna en það fengum við nú ekki, við vorum nú ekki taldir nógu sterkir til þess. Vísast væri að þeir fiskar sem við reyndum að henda upp færu beint í sjóinn. Það var því venja okkar að fara beint niður í „lúkar“ og gá hvort nokk- uð væri eftir í bitakassanum hans pabba, væri ein brauðsneið eftir var hún borðuð með bestu lyst og síðan farið heim með bitakassann í hendinni. Þóttist maður nú aldeilis maður með mönnum að arka eftir Strandveginum með bitakassa í hendinni, já svei mér ef maður þóttist ekki vera háseti eða jafnvel formaður í slíkum kringumstæð- um. Mjög var það eftirsótt af okk- ur strákunum að fá að fara með er báturinn var fluttur út á ból, að ég nú tali ekki um ef við fengum að róa í land á skjögtbátnum og setja hann í hrófið með sjómönnun- um. Þá var maður nú virkilega sjómaður eða það fannst okkur að minnsta kosti. Ekki auðvelt að fá vinnu Þegar barnaskólanámi og fermingu var lokið var auðvitað sjálfsagt að ég færi að bera mig eftir vinnu. Það var nú ekki eins auðvelt og það er í dag að fá vinnu, atvinna var lítil fyrir stráka á fermingaraldri. Helst var það við afgreiðslu skipa sem þá komu hér oft, ekkert skip Eimskipafé- lagsins fór svo frá landinu eða kom til landsins að það kæmi ekki við í Vestmannaeyjum. Auk þess var Lyra annan hvern mánudag frá Noregi og á föstudeginum frá Reykjavík og skip sameinaða danska skipafélagsins, Íslandið, Botnía síðast. Drottningin kom hér alltaf við bæði á uppleið og útleið. En það var ekki svo gott að vita hvenær skipið myndi koma, ef til vill fréttist að kvöldi að ein- hver Fossinn myndi verða hér um nóttina, kannski klukkan tvö, þá var farið á fætur upp úr klukkan eitt og arkað niður að Tangapakk- húsunum. Þá var verkstjórinn Davíð ekki kominn. Var þá beðið, einn og einn var alltaf að bætast í hópinn og voru stundum komnir æði margir verkamenn er Davíð kom. Var hann svo eltur hvert sem hann fór á milli húsanna. Gott þótti manni ef hann bað mann að skjótast austur á Skans og gæta að hvort ljós sæjust á skipi. Þá taldi maður víst að maður fengi vinnu því aldrei bað hann þá að fara á Skanskinn sem ekki fengu vinnu. Skipin komu þá ekki inn í höfnina og fór öll afgreiðsla fram á ytri höfninni, voru allar vörur fluttar á milli í stórum uppskipunarbátum sem vélbátur dró á milli. Yfirleitt voru það ákveðnir menn sem alltaf voru á uppskipunarbát- unum svo um það starf var ekki að sækja en menn þurfti oft í lest skipanna og svo að taka vörurnar upp úr bátunum og koma þeim í hús. Já, margt sporið átti maður við að elta Dabba á Tanganum en það taldi nú enginn eftir sér ef maður fékk vinnu. En það var nú æði oft að eftir margra klukkutíma bið og eltingarleik við verkstjór- ann varð maður að fara heim án þess að fá vinnu, það þótti manni oft sárt. Fengum að húkka á Auðveldast var fyrir okkur ung- lingana að fá vinnu er vertíð var hafin. Var það þá helst er saltskip komu og var það þá vinna okkar strákanna að „húkka“ á eins og það var kallað. Saltið var halað upp úr lestinni í málum sem voru rúmlega hálf tunna að stærð, ofarlega í þessi mál voru boruð tvö göt, í þessi göt var dreginn kaðall ca. einn og hálfur faðm- ur að lengd, festingin að innan var venjulega sú að setja hnút á endann. Á botn málsins var einnig borað gat og í það dreginn um tveggja feta kaðalspotti og hnútur settur á bandið inni í málinu. Ekki man ég hvort í lestinni voru sex eða átta menn og „húkkar- inn“, en við uppskipun á salti voru venjulega notuð tvö mál. Starf okkar var að krækja króknum á spilvírunum á bandið á málinu og þegar það kom aftur niður í lestina að grípa í spottann sem niður úr málinu hékk og toga það á þann stað er þeir voru sem í málin mokuðu. Stundum voru saltskipin svo stór að þau flutu ekki inn í höfnina fyrr en búið var að létta þau, var þá stundum rólegt í lestinni því stundum stóð á uppskipunarbáti og á stærstu fjörum varð hlé því þá flutu bátarnir ekki við bryggju. Lögðu menn sig þá í saltbinginn og sofnuðu stundum smástund. Í slíku tilfelli var það eitt sinn að maður sem mikið hafði vakað, sofnaði í lestinni. Er hann vaknaði aftur og opnaði augun sá hann ekkert nema salt í kringum sig, varð honum þá að orði: „Hver á allt þetta salt, ætli það sé ekki hægt að fá vinnu?“ Er uppskip- unarbáturinn var orðinn hlaðinn var honum róið að bryggju ef uppskipunin fór fram innan hafnar en ef hún fór fram á ytri höfninni var hann dreginn að bryggju af vélbáti. Er að bryggju var komið var lagt segl úr bátnum og upp á bryggjuna (svo ekkert salt færi í sjóinn). Í bátinn fóru svo einir átta eða tíu menn og mokuðu saltinu upp á bíla sem óku því í salthúsin og þar voru margir menn til að moka af bílunum og moka því allt upp í rjáfur í salthúsunum. Sést af þessu að marga menn þurfti í uppskipun á salti. Vann upp í bílprófið Ekki man ég hvenær fyrsti vörubíllinn kom til Eyja en ungur man ég eftir stórum vörubíl. Ekki var hann með hjólbarða með slöngu í fylltri lofti eins og nú er, heldur var á hjólunum heilsteyptur gúmmíhringur, það gat því aldrei sprungið á þessum bíl. Gírstöngin var heljarmikil járnstöng er stóð upp úr gólfinu og þar í gólfinu voru einar þrjár, fjórar raufar og var stöngin flutt milli þessara raufa er skipt var um gír en því fylgdi oftast mikill há- vaði og gauragangur. Þótti okkur krökkunum þetta stórfurðulegt galdratæki og sóttumst mjög eftir að fá að sitja í , ef það fékkst ekki þá að hanga aftan í. Sennilega hefur það verið þá sem „bíladellu“ bakterían tók sér bólfestu í mér en þá fannst mér að ekkert gæti verið eftirsóknarverðara í lífinu en að vera bílstjóri. Ökuskírteini númer 60 Og svo haustið 1929 rættist svo sú ósk mín að fá að læra á bíl. Sigurjón Jónsson rak þá hér bílaverkstæði og átti bæði vörubíl og fólksbíl. Sigurjón var einhleypingur og bjó á efri hæð í húsi því sem bílaverkstæðið var. Það samdist svo með pabba og Sigurjóni að hann kenndi mér á bíl gegn því að ég ynni í þrjá mánuði á verkstæðinu. Voru þetta hin mestu kostakjör fyrir mig því vinna var nær engin á haustin og auk þess lærði ég miklu meira með því að aðstoða Sigurjón er hann var að gera við bíla en ég hefði annars gert. Um áramótin réðist ég svo bílstjóri hjá kaupfé- laginu Drífanda þrátt fyrir að mig vantaði nær ár til að fá ökuskír- teini og þar sem ekkert kom fyrir og enginn skipti sér af þessu ók ég alla vertíðina 1930 án ökuskírtein- is og hvernig sem á því stendur þá er skráð á ökuskírteini mitt, sem er númer 60, að það sé gefið út árið 1929.“ Saltfiskþurrkun í Vestmannaeyjum í upphafi síðustu aldar. Höfnin í Vestmannaeyjum á þeim árum sem Jón var að alast upp.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.