Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Side 21

Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Side 21
1. júní 2023 | | 21 Einar Ólafsson frá Heiðar- bæ, vélstjóri, skipstjóri og útgerðarmaður fæddist 23. desember 1933 á Víðivöllum og lést 30. nóvember 2014. Foreldrar hans voru Ólafur Ingileifsson skipstjóri, f. 9. júní 1891 á Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 14. febrúar 1968, og þriðja kona hans Guðfinna Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. apríl 1902 í Ólafshúsum, d. 24. febrúar 1994. Einar lauk vélstjórnarnámi í Eyjum 1954 og stýrimannaprófi í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1959. Á unglingsárum vann hann við bústörf í Dalabúinu og stundaði sjómennsku frá 18 ára aldri. Hann reri með bróður sín- um, Sigga Vídó, á ýmsum bátum. Hann hóf útgerð ásamt Sigurjóni Karli hálfbróður sínum árið 1956 en þeir gerðu út Skúla fógeta VE 185 til ársins 1960. Þau Einar og Viktoría Ágústa Ágústsdóttir giftu sig 1960 og eignuðust fjögur börn. Þau voru í aldursröð Ólafur Ágúst, Agnes, Viðar og Hjalti. Þau byggðu við Suðurveg 25 og bjuggu þar til goss 1973. Að gosi loknu bjuggu þau í Hrauntúni, en síðan á Smáragötu 9. Ágústa lést árið 2020. Einar var vélstjóri á Ófeigi II VE-324 með Ólafi Sigurðssyni frá Skuld 1961til 1965. Tók hann þá við skipstjórn Ófeigs á sumar- síldveiðum og var með hann til 1971. Gunnlaugur Ólafsson, síðar á Gandí, tók þá við Ófeigi II. Örlagastrand Atburðarrásin sem leiddi til þess að Einar tók við sem skipstjóri er gerð ítarleg skil í bók Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns, Strand í gini gígsins, þar sem Ásmundur fjallar meðal annars um söguna af því þegar skipverjar á Ágústu VE 350 börðust fyrir lífi sínu á gígbarmi Syrtlings þar sem báturinn vó salt meðan gosið stóð sem hæst. Ófeigur II dró bátinn af strand- stað áður en Lóðsinn kom til aðstoðar. Atburðir næturinnar eru áhugaverð lesning eins og bókin í heild sinni. Þessir atburðir höfðu mikil áhrif á Einar því ekki einungis tók hann þátt í því þessa nótt að bjarga Guðna bróður sín- um sem var stýrimaður á Ágústu VE heldur hafði atburðarrásin mikil áhrif á framtíð Einars sem Ásmundur lýsir á eftirfarandi hátt. „Óli í Skuld stóð á bryggjunni og kallaði í Einar Ólafsson frá Víðivöllum, 2. vélstjóra á Ófeigi II. Einar hafði nýlega lokið skipstjórnarprófi og var afar efnilegur sjómaður. Hann hafði notið handleiðslu Óla í Skuld sem var á við háskólanám til sjós. Óli í Skuld las Einari þau gildi sem hann hafði tileinkað sér sem sjó- maður og skipstjóri. Varaði hann við hættum og hvatti til varkárni og umfram allt að fara vel með karlana, veiðarfærin og bátinn. Þá væri framtíðin björt. Einar náði því ekki alveg hvert skipstjórinn hans var að fara. Þá tók Óli upp lykil úr vasanum á úlpunni sem hann var alltaf í þegar hann fór frá borði: „Ein- ar minn, þetta er lykillinn að stjórnborðshurðinni á stýrishúsinu á Ófeigi II og nú ert þú skipstjóri á bátnum mínum. Vegni þér vel.“ Eftir þessa atburði fór Ólafur aldrei aftur til sjós. Ásmund- ur sagði í samtali við blaðamann að þetta hafi þótt sérstök ráð- stöfun að gera reynslulítinn 2. vélstjóra að skipstjóra með þessum hætti. En Ólafur sem þekktur var fyrir innsæi sitt til sjós sá eitthvað í Einari sem varð til þess að hann tók við skipinu. Farsælt samstarf Árið 1971 fóru þau Einar og Ágústa kona hans aftur í útgerð ásamt Ágústi Guðmundssyni og Ásu Sigurjónsdóttur. Stofnuðu þau félagið Bessa sf. og keyptu Kap II VE 4. Árið 1976 keyptu Karakter og mannvinur SINDRI ÓLAFSSON sindri@eyjafrett ir. is ” Einar minn, þetta er lykillinn að stjórnborðshurðinni á stýrishúsinu á Ófeigi II og nú ert þú skipstjóri á bátnum mínum. Vegni þér vel. Einar um borð í Ófeigi II

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.