Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Síða 28
28 | | 1. júní 2023
„Faðir minn, Þorvaldur Sæmunds-
son, tók þátt í bæjarpólitíkinni um
miðja sl. öld og sagði mér svolítið
frá henni. Þetta varðaði m. a.
togaraútgerðina og erfiðleikana
samfara henni. Ég hef sett saman
þann þátt með mjög stuttri saman-
tekt um föður minn. Reyndar á ég
lengri frásögn af sjómennsku hans
sem ég læt liggja milli hluta nú,“
segir Baldur Þór Þorvaldsson í
pósti til Sjómannadagsblaðsins og
er kveikjan að umfjöllun blaðsins
um togaraútgerð í Vestmannaeyj-
um. Frásögnin af Bæjarútgerðinni
og togurunum Elliðaey VE og
Bjarnarey VE, sem Vestmanna-
eyjabær keypti nýja og gerði út í
nokkur ár, er af miklum erfiðleik-
um við rekstur og stjórn bæjarins
sem því fylgdi.
Bæjarfulltrúi, kennari
og skólastjóri
Baldur Þór er fæddur 1951 í
Eyjum og flutti héðan 1965 með
fjölskyldu sinni. Faðir hans,
Þorvaldur Sæmundsson, fæddist
árið 1918 á Stokkseyri en árið
1935 fluttist hann með foreldrum
sínum og yngri bræðrum til Eyja.
Stundaði sjóinn á Erlingi I VE,
Þristi VE, Hannesi lóðs VE og
Helga VE sem þá var flaggskip
Vestmannaeyjaflotans.
Þorvaldur fór í Kennaraskólann,
kenndi við Barnaskólann og var
síðar skólastjóri Iðnskólans og tók
þátt í bæjarpólitíkinni. Hann var í
bæjarstjórn frá 1946 til 1950 fyrir
Alþýðuflokkinn. Þetta var á árum
Bæjarútgerðarinnar sem miklar
vonir voru bundnar við. Ástæð-
an var, auk áætlaðs fjárhagslegs
ávinnings, að auka atvinnu á
þeim árstímum þegar lítið var að
hafa í Eyjum. Allt miðaðist við
vetrarvertíð sem nægði ekki, íbúa-
fjöldi stóð í stað og fólk leitaði á
Reykjavíkursvæðið.
Menn eygðu von í togurum en
upphafið má rekja til nýsköpunar-
stjórnarinnar, 1944 til 1947. Hún
ákvað að láta smíða 30 togara sem
voru kenndir við ríkisstjórnina og
kölluðust nýsköpunartogararnir.
Þetta voru svokallaðir síðutogarar
sem þá tíðkuðust, ólíkir þeim
togurum sem nú eru varðandi
tækni við veiðarnar og aðstöðu
að flestu leyti. Tveir komu til
Vestmannaeyja, Elliðaey VE 10,
sem var smíðuð hjá Alexander
Hall i Aberdeen. Kom hún til
heimahafnar 8. september 1947.
Skipstjóri var Ásmundur Friðriks-
son, Vestmannaeyjum. Elliðaey
var seld Bœjarútgerð Hafnarfjarð-
ar í lok september 1953 og fékk
þá nafnið Ágúst GK 2.
Bjarnarey VE 11 kom til
Eyja 14. mars 1948 en hún var
smíðuð hjá John Lewis og Sons í
Aberdeen, Skipstjóri var Guð-
varður Vilmundarson. Í ársbyrjun
1953 ákvað útgerðarstjórn að
breyta nafni hennar í Vilborg
Herjólfsdóttir ef vera mœtti að
það gamla gœfunafn gæti snúið
lukkunni skipinu í hag. Í árslok
1954 var Vilborg Herjólfsdóttir
VE 11 seld Ólafsfirðingum o.fl.
Norðanlands og fékk þá nafnið
Norðlendingur og einkenn-
isstafina ÓF 4.
Miklar skuldir
og erfiður rekstur
Koma skipanna var stór viðburður
eins og kemur fram í Morgun-
blaðinu 9. september 1947. Þar
segir að mikill mannfjöldi hafi
verið á bryggjunni til að fagna El-
liðaey VE, fánar við hún og bátar
í höfninni fánum skrýddir. Mikil
gleði og bjartsýni en því miður
gekk dæmið ekki upp. Reksturinn
bar sig ekki og skipin voru seld.
Það var ekki fyrr en 1973 að nýr
togari kom aftur til Vestmanna-
eyja, Vestmannaey VE 54.
Kaupverð togaranna var samtals
6,5 milljónir, segir í grein Har-
aldar Guðnasonar um Bæjarút-
gerðina. Ríkissjóður lánaði þrjá
fjórðu hluta og bærinn afganginn.
Um áramótin 1952 og 1953
námu skuldirnar 14 milljónum
en verðmæti togaranna var ellefu
milljónir króna.
Þegar dæmið var gert upp eftir
sjö ára rekstur áranna 1948 til og
með 1954 hafði bærinn borgað
9,34 milljónir með útgerðinni.
Athyglisvert er að aflaverðmæti
togaranna er talið hafa verið 42,6
milljónir króna. „Mörgum í Eyj-
um þótti sárt að togararnir færu
úr byggðarlaginu en ekki tjáði
að fást um það. Þeir voru mikil
fjárhagsbyrði bæjarfélaginu sem
stóð í rekstrinum,“ segir Baldur
Þór en samantekt hans er mun
ítarlegri. Líka er leitað heimilda á
heimaslod.is.
Bæjarútgerð Vestmannaeyja Togararnir Elliðaey og Bjarnarey
Miklar væntingar en dæmið
gekk ekki upp
Þorvaldur á yngri árum.
Bjarnarey VE 11 í mars 1948 en fimm árum síðar ákvað útgerðarstjórn að breyta nafni hennar í Vilborg Herjólfsdóttir.
Elliðaey VE 10 kom til heimahafnar áttunda september 1947.