Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Blaðsíða 6
6 | | 20. júlí 2023 Hálf öld er nú liðin frá lokum eldsumbrota á Heimaey og eins og venja er fyrir var haldið upp á þau tímamót. Goslokahátíðin í ár fellur seint í gleymskunnar dá enda aldrei verið stærri eða fjölbreyttari með hátt í hundrað mismunandi dagskrárliði fyrir alla aldurshópa. Eyjamenn nær og fjær heimahögum létu sig ekki vanta í þann suðupott menningar og lista sem eyjan var alla vikuna. Bærinn iðaði af lífi og var alls staðar setið úti í blíðunni og notið þess að vera í fangi fjölskyldu eða í góð- um hópi vina. Viðburðir utandyra fengu að njóta sín til hins fyllsta á meðan hátíðargestir spókuðu sig um í sólinni en það þótti ótrúlegt hvernig rættist úr veðrinu alla vik- una eftir blauta byrjun á sumrinu. Hátíðarhöldin hófust snemma á morgni mánudagsins 3. júlí og stóðu linnulítið út alla vikuna fram að kvöldi sunnudags. Hátíðin var öllum sem að henni komu til sóma og á goslokanefnd heiður skilið, en hún hefur borið hitann og þungann af undirbún- ingi hátíðarinnar sem heppnaðist með eindæmum vel. Hátíðargestir höfðu úr nógu að velja úr margra síðna dagskrá og fengu margir viðburðir það mikið aðdráttarafl að færri komust að en vildu. Þá má nefna tónleikana tileinkuðum Oddgeiri Kristjánssyni sem haldn- ir voru í Sagnheimum en þar var barist um að ná sætum. Börnin gáfu vegg við Tangagötu nýtt líf undir stjórn Gunna Júl og má þar nú sjá glæsilegt listaverk. Barnaskemmtun Ísfélagsins var á sínum stað, Landsbankadagur- inn á Bárustíg var tekinn með trompi og Leikhópurinn Lotta sýndi leikritið Gilitrutt á Stakka- gerðistúni. Tvö unglingaböll með tónlistarmanninum Inga Bauer voru bak í bak í Alþýðuhúsinu á föstudagskvöldinu, annars vegar fyrir árganga 2007-2009 og hinsvegar fyrir árganga 2004- 2006. Sama kvöld hélt Lúðrasveit Vestmannaeyja stórtónleika í Íþróttamiðstöðinni sem heppnuð- ust með prýði. Auk lúðrasveitar voru Karlakór Vestmannaeyja, Kvennakór Vestmannaeyja, kór Landakirkju og fjöldi annarra flytjenda. Það var kátt í höllinni og ekki þurftu tónlistargestir að leita lengi eftir tónleikana fyrir ennþá meira af söng og gleði enda föstudagur og goslok. Þá höfðu listunnendur í nógu að snúast alla vikuna að mæta á þær fjölmörgu myndlista- og ljósmyndasýningar sem í boði voru. Mikill fjöldi var samankominn á Skansinum til að fylgjast með setningu hátíðarinnar á mánudeg- inum. Þar ávörpuðu helstu emb- ættismenn landsins hátíðargesti sem komu sér vel fyrir í grasinu við Stafkirkju. Silja Elsabet Brynjarsdóttir, Helga Bryndís Magnúsdóttir og Júníus Meyvant fluttu ljúfa tóna og Pétur Erlends- son frumflutti goslokalagið í ár. Ekki þótti síðra að fá varðskipið Óðinn, sem í dag er safnskip, til sýnis fyrir almenning fyrstu tvo daga gosloka. Úr dagbók lögreglunnar „Að okkar mati fór vikan heilt yfir vel fram í blíðskaparveðri og fjölmenni” segir Stefán Jónsson, yfirlögregluþjónn, en fjölbreytt verkefni voru á borði lögreglu. Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum, annar vegna fíkniefna og hinn vegna áfengis. Fjögur umferð- aróhöpp áttu sér stað þar sem einn aðili kenndi sér minnimáttar meins en aðrir málsaðilar gengu frá óslasaðir. Einn aðili var tekinn með vörsluskammt af fíkniefnum og annar var vistaður í fanga- geymslum vegna ölvunarástands. Þá var eitt mál afgreitt með kæru vegna sölu áfengis eftir heimilað- an opnunartíma. Íris ánægð með hátíðina Í samtali við Eyjafréttir sagðist Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, vera einkar ánægð með hvernig til hafi tekist og þakkar afmælisnefndinni fyrir frábæra hátíð og þeim fjölmörgu sem lögðu hátíðinni lið og hafa eflaust haft í mörg horn að líta við skipulagið. „Þessi hátíð sýndi það svo sannarlega hvað við eigum mikið af hæfileikaríku lista- og tónlistarfólki sem er mjög verðmætt fyrir samfélag eins og okkar” segir Íris og bætir við að Eyjan hafi skartað sínu fegursta. Aðspurð út í hvað hafi staðið upp úr hjá henni nefnir Íris alla þá frábæru tónleika sem boðið var upp á og göngumessuna sem hún kveður ætíð standa fyrir sínu, en hún var gengin á sunnudeginum frá Landakirkju, að gíg Eldfells og því næst niður á Skans. Þá nefnir Íris litahlaup Ísfélagsins en það sló rækilega í gegn með tilheyrandi litapúðri sem notað var til að lita þátttak- endur á hlaupaleiðinni og endaði með barnaskemmtun félagsins á Vigtartorgi. Þar heilsuðu Latibær, BMX brós, Lína Langsokkur og Lalli töframaður upp á börnin. Eldheimar vel sóttir Kristín Jóhannsdóttir, safnstjóri Eldheima, segir viðburðina þar til húsa hafa verið vel sótta og mikil ánægja með þá. „Báðir viðburðirnir sem Eldheimar skipulögðu sjálfir, annarsvegar Eyjapistlarnir og hinsvegar sögur og söngur úr gosinu, fóru fram úr björtustu vonum. Lærdómur Goslokahátíð 2023 Hátt í hundrað mismunandi dagskrárliðir Blíðskaparveður og fjölmenni: Minnisstæð Goslokahátíð að baki SALKA SÓL ÖRVARSDÓTTIR salka@eyjafrett ir. is ” Það hefur ótrúlega mikil áhrif á grósku tónlistarmenningar eyjunnar að veita hljómsveitum okkar tækifæri til þess að koma fram á þessum hátíðum og á goslokanefnd mikið hrós skilið fyrir hátíðina í ár. Júníus Meyvant og sveit voru með tónlistaratriði á setningunni. Mynd: Addi í London

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.