Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Blaðsíða 9
20. júlí 2023 | | 9 Alda Gunnarsdóttir Hvernig fannst þér á goslokum í ár? Goslokahátíðin var glæsileg í ár og ekki spillti veðrið sem við fengum. Ferðu reglulega á goslok? Já, ég hef sótt allar goslokahátíðarnar sem haldnar hafa verið. Hvaða viðburði mættir þú á? Ég fór á ýmsa viðburði, margvíslegar sýningar og á frábæru tónleikana sem Lúðrasveit Vestmannaeyja hélt. Hvað stóð upp úr og af hverju? Við erum svo heppin hvað við Vestmannaeyingar eigum mikið af listafólki á öllum sviðum og frábært að þau er tilbúin að deila því með okkur og gleðja. Ég verð að segja að ljósmyndasýningin hjá Erni frænda stóð upp úr. Hans saga, lífsgleði og jákvæðni skín í myndum hans. Hann kann að njóta augnabliksins. Erna Georgsdóttir Hvernig fannst þér á goslokum í ár? Mér fannst þau takast virki- lega vel og gaman að sjá allt þetta mannlíf sem var í Eyjum. Ferðu reglulega á goslok? Já, ég myndi segja það. Hvert var verkefnið þitt þessi goslok? Þar sem ég sit í Gos- lokanefnd ásamt öðru góðu fólki þá var nóg að gera í ár. Það var helst að halda utan um alla þá við- burði sem voru á okkar vegum og reyna að láta allt ganga sem best. Hvaða viðburði mættir þú á? Ég held ég geti sagt að ég hafi mætt á um 90% þeirra viðburða sem voru á dagskrá hjá okkur. Hvað stóð upp úr og af hverju? Það sem stóð upp úr var hvað veðrið lék við okkur þessa hátíð og hvað gleðin var allsráðandi. Eins heppnaðist Goslokalitahlaup- ið einstaklega vel og má segja að það hafi staðið upp úr. Marcin Kazimierz Zaborski Hvernig fannst þér á goslokum í ár? Geggjað, það er alltaf jafn gaman. Ferðu reglulega á goslok? Árlega. Hvaða viðburði mættir þú á? Finnst alltaf gaman að skoða listasýningarnar en Skipasandur er í miklu uppáhaldi. Hvað stóð upp úr og af hverju? Fyrir mér er Skipasandur alltaf toppurinn af goslokunum. Það er ekkert betra en að rölta um með vinum í leit að fólki sem maður þekkir. Þetta er bara eitt stórt ætt- armót og auðvitað góð upphitun fyrir Þjóðhátíð. Sundfélag ÍBV mætti samt mæta aftur með popp- vélina, ég sakna hennar innilega. Sædís María Hilmarsdóttir Hvernig fannst þér á goslokum í ár? Algjörlega frábært. Ferðu reglulega á goslok? Já, við Gulli erum nánast alltaf í Eyjum um goslokin. Hvaða viðburði mættir þú á? Pistlana hjá Gísla Helgasyni í Eldheimum, tónlistarviðburði, myndlistasýningar og á Skipasand á laugardagskvöldinu, fyrir utan að vera bara ein af hundruðum manna í Bárugötunni þessa daga. Hvað stóð upp úr og af hverju? Samveran með hluta af fjöl- skyldunni og góðum vinum, veðr- ið sem lék við eyjafólk og gesti og hvað allt var fallegt og gott. Samantekt: Díana og Salka

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.