Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Blaðsíða 4
4 | | 20. júlí 2023 Alltaf að hlusta á mömmu sína E Y J A M A Ð U R I N N Sunna Einarsdóttir, var yngst þeirra myndlistamanna með sýningu á dagskrá Gosloka- hátíðar í ár. Sunna er aðeins átján ára að aldri og opnaði sýningu sína í Craciouskró þann 5. júlí sl. við góðar undir- tektir. Síðustu ár hefur Sunna verið að teikna grískar styttur og meðal annars fengið innblástur frá grískum byggingarstíl. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Sunna heldur sýningu en verk- in hennar voru lengi vel uppi á Hótel Vestmannaeyjar þegar hún var aðeins tólf ára. Sunna á augljóslega mikið inni og það verður spennandi að fylgjast með listamannaferli hennar í framtíðinni. Fullt nafn: Sunna Einarsdóttir. Fæðingardagur: 27. nóvember 2004. Fæðingarstaður: Reykjavík. Fjölskylda: Foreldrar mínir heita Einar Björn Árnason og Bryndís Einarsdóttir. Stóra systir mín heitir Margrét Íris og tvíburabróðir minn Dagur. Aðaláhugamál: Að teikna og búa til list. Uppáhalds app: Instagram. Uppáhalds hlaðvarp: Teboðið. Síðasta hámhorf: Desperate Housewives og Love Island. Uppáhalds matur: Kjötsúpan sem amma mín Margrét gerir. Versti matur: Skata. Hvað óttastu: Hef alltaf verið mjög myrkfælin. Mottó í lífinu: Alltaf að hlusta á mömmu sína. Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án: Verð ómöguleg ef ég tek mér ekki góðan beauty blund. Hvern myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Michelangelo svo ég gæti lært af honum og Freddie Mercury. Hvaða bók lastu síðast: Ég neyddist til að lesa The Tattooist of Auschwitz í skólanum, svo kom í ljós að þetta var bara frábær bók. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Granit Xhaka og Arsenal. Ertu hjátrúarfull: Já, ég get verið mjög hjátrúarfull. Hvað er velgengni fyrir þér: Að vera ánægður í því sem maður er að gera. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Tónlist með Aron Can, ABBA og A-ha kemur mér alltaf í gott skap. Hvernig gekk sýningin? Hún gekk rosalega vel, ég er í skýjunum með hana. Hvað stendur upp úr frá goslok- um? Klárlega sýningin mín og að hafa gaman með vinkonum mínum. Gengur í fjölskyldunni að vera svona listræn? Nei alls ekki, sé það strax þegar ég sé pabba reyna að teikna. Hvað er næst á dagskrá hjá þér sem listakonu? Ég ætla bráðlega að fara að skoða hvað er í boði í sambandi við listnám, annars bara halda áfram að teikna myndir og prufa mig áfram. tónlistinni. S U N N A E I N A R S D Ó T T I R Sunna Einarsdóttir á opnun sýningarinnar. L I S T A R Ö L T M E Ð Ó M A R I Á G O S L O K U M

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.