Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Blaðsíða 11
20. júlí 2023 | | 11 Tveir háaldraðir Eyjamenn áttu afmæli þann 23. janúar 1973. Jenný Guðmundsdóttir á Mosfelli varð 94 ára og Gísli Jónsson á Arnarhóli varð níræður. „Mig hefur aldrei langað til Reykjavikur,” sagði Jenný í viðtali við Jón Guðna Kristjánsson, blaðamann á Tímanum þann 26. janúar 1973. Tilefni viðtalsins var eldgosið í Heimaey þann 23. janúar. Jenný neyddist þá til að yfirgefa heimahagana og fara til Reykjavíkur í fyrsta skipti á æv- inni og það á 94. afmælisdaginn. Hún fæddist á Bakka í Landeyjum 1879 og flutti til Vestmannaeyja 1904 ásamt Jóni Guðmundssyni manni sínum og jafnaldra. Þau voru þá 25 ára gömul. Hún sagði að sér hafi alltaf liðið vel í Eyjum. Jenný fór svolítið í kaupavinnu uppi á landi fyrst eftir að þau Jón fluttu til Eyja. Svo varð nóg að gera þar við að þurrka saltfisk, auk þess sem þau voru með skepnur og ræktuðu kál. Blaða- maðurinn hafði á orði að Jenný hefði ekki verið mikið á ferðalög- um um ævina. „Nei, og mig langaði ekki til þess. Viö vorum alltaf heima- kær, hjónin. Það var lika svo einstaklega fallegt á Mosfelli, það stendur alveg upp undir Felli, og það var sérstaklega kvöldfagurt þar, þegar sólin var að koma fyrir Eiðið,” sagði Jenný. Hún dvaldi á sjúkarhúsinu þegar gosið hófst og var vakin og beðin að tygja sig til brottfarar. Jenný var flutt til Reykjavíkur og kom þá þangað í fyrsta sinn á ævinni. „Ég er nú komin hingað til Reykjavikur, þótt ég hafi aldrei ætlað mér það, og maður verður að taka þvi. Ég býst svo við, að ég fari á Vifilsstaði, segir gamla kon- an að lokum, og rósemin bregzt henni ekki, þrátt fyrir allt, sem yfir hana hefur dunið undanfarna daga.” Jenný lést á Vífilsstaðaspít- ala 14. apríl 1985, 106 ára gömul, og var þá elst Íslendinga. Hefði aldrei sest að á þessari eyju Gísli Jónsson fæddist á Arnarhóli í V-Landeyjum 1883 á fyrsta þriðjudegi í þorra, sem þá bar upp á 23. janúar. Hann kom fyrst á vertíð í Vestmannaeyjum 1902, 19 ára gamall, fluttist síðan til Eyja, byggði þar hús, var til sjós og í útgerð í um 40 ár þrátt fyrir að losna aldrei við sjóveikina. Gísli bjó hjá Salóme dóttur sinni að Heiðarvegi 41 þegar gosið hófst. Óskar, sonur hans, segir frá því í viðtali við Aftureldingu (1.1983) að hann hafi farið heim til Salóme og föður síns um gosnóttina. Þangað kom einnig Friðrik Ásmundsson, skólastjóri og skipstjóri, á bíl sínum. Svo segir Óskar: „Pabbi segir svona: Ég trúi ekki að þetta séu jarðeldar. Þetta er bara húsbruni. Friðrik svarar: Við skulum koma Gísli og ganga úr skugga um hvort þetta eru jarð- eldar, eða hvort bara er kviknað í einhverju fjósinu þarna austur á Kirkjubæ, eins og þú heldur. Já, pabbi hélt hann væri til í það. Við fórum austur á Eyju, eins og leið lá. Þegar við komum að Vilborgarstöðum mætum við kúa- hópnum hans Þorbjarnar á Kirkju- bæ, var verið að reka kýmar niður í Hraðfrystistöð þar sem þeim var lógað. Friðrik segir: Jæja Gisli, það er nú gott að líta aðeins út. Þegar við stigum út, þá bara rigndi yfir okkur glóandi ösku. Þá sagði pabbi gamli, eins og hann kvað að: Ef mér hefði dottið þetta í hug, þá hefði ég aldrei sest að á þessari eyju. En þá var hann búinn að vera í Eyjum yfir sjötíu ár.” Gísli lést á Sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum 26. október 1977 á 95. aldursári. Öldungar fengu óvænta afmælisgjöf Jenný Guðmundsdóttir á Mosfelli varð 94 ára og Gísli Jónsson á Arnarhóli níræður þann 23. janúar 1973 Jenný Guðmundsdóttir. Gísli Jónsson. Í byrjun áttunda áratugarins náðust samningar við Japani um raðsmíði tíu skuttogara sem voru afhentir á árinu 1973. Þetta voru Japanstogararnir svoköll- uðu sem reyndust mjög vel. Eru flestir sammála um að Japanir hafi skilað afar góðu verki enda skipin vel hönnuð og gæðasmíði. Er mörg þeirra enn við veiðar fimmtíu árum síðar. Fyrsta skipið var Vestmannaey VE 54 sem var á leið til Íslands þegar Heimaeyjar- gosið hófst. Á afar áhugaverðri dagskrá er bar heitið Siglt heim í skugga eld- goss. Málþing um smíði Japans- togarana fyrir fimmtíu árum síðan og eldgosið í Eyjum er haldið var í Safnahúsinu á sunnudaginn og Eyjamaðurinn Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Japan stóð fyrir. Fram kom að kaupin á Jap- anstogurunum tíu voru stærstu viðskiptasamningar sem Ís- lendingar höfðu gert fram að þeim tíma og voru þeir markvert skref í samskiptasögu Íslands og Japans. Í Vestmannaeyjum var það út- gerðarfyrirtækið Bergur – Huginn hf. sem keypti Vestmannaey. Reyndist Vestmannaey vel í alla staði. Þau sem tóku til máls voru auk Stefáns Hauks þeir Eyjólfur Pétursson, fyrsti skipstjóri Vest- mannaeyjar og Egill Þórðarson, loftskeytamaður sem hefur sökkt sér í sögu skuttogaranna tíu og samningagerðina um smíði þeirra. Á dagskránni voru einnig sýndar upptökur með íslenskum texta. Þar kom fyrstur Takeshi Ayoama, borgarstjóri í Muroran þar sem Japanstogararnir voru smíðaðir, þá Tomoko Nakayama, aðal- samningamaður fyrir japönsku fyrirtækin sem tóku að sér smíði togarana. Að lokum kom stutt framlag frá Kawase og Wada sem tóku þátt í undirbúningi og fram- kvæmd verkefnisins. Að lokum tóku til máls Ryotaro Suzuki, sendiherra Japans á Íslandi og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri sem lokaði þessu vel heppnaða og áhugaverðu málþingi sem var vel sótt. Japanstogurum siglt heim í skugga eldgoss í Eyjum Erindið var vel sótt líkt og flest allir viðburðir Goslokaátíðar. GUÐNI EINARSSON gudnieinars@gmail.com

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.