Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Blaðsíða 18
18 | | 20. júlí 2023 Sjávarútvegsskóli unga fólks- ins var kenndur í Vestmanna- eyjum í vikunni sem leið. Tveir leiðbeinendur komu tilEyja til þess að hafa umsjón með kennslunni. Önnur þeirra var eyjakonan Katla Snorradóttir en með henni í för var Guðdís Benný Eiríksdóttir. Sjávarút- vegsskóli unga fólksins var stofnaður árið 2013 af Síldar- vinnslunni en Háskólinn á Ak- ureyri tók við rekstrinum árið 2017. Skólinn er samstarfsver- kefni vinnuskóla sveitarfélaga, fyrirtækja í sjávarútvegi og Háskólans á Akureyri. Kennsla fer fram á sumrin og kennarar við skólann eru sjávarút- vegsfræðingar frá skólanum, ýmist enn í námi eða útskrif- aðir. Kennt er á Austfjörðum, Norðurlandi, Vestfjörðum, í Snæfellsbæ, Reykjavík og nú síðast í Vestmannaeyjum. Skólinn er í samtals 14 klukku- stundir, þar af 7,5 klukkustund af fyrirlestrum. Katla og Guðdís Benný stunda báðar nám við Háskólann á Akureyri í sjávarútvegsfræði og er Guðdís einnig menntaður fiskeldisfræðingur. „Við erum nokkrir kennarar í sumarvinnu hjá sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri. Sjávarútvegsskólinn er kenndur víða um landið og er sífelld aukning á svæðum sem kennt er á. Tveir kennarar fara á hvern stað fyrir sig og sjáum við um að skipuleggja dagskrá á þeim stöðum og eru þær misjafnar eins og staðirnir eru margir. Í ár er Sjávarútvegsskólinn 10 ára gamalt verkefni sem hefur farið vaxandi árin og núna árið 2023 fórum við t.d. á tvo nýja staði í fyrsta sinn, Vestmannaeyjar og Snæfellsnesið, sagði Katla.“ Fjölbreytt dagskrá Það voru 10 krakkar úr vinnu- skólanum sem voru að klára 9. og 10. bekk sem tóku þátt í Vestmannaeyjum. Katla segir margt skemmtilegt hafa verið gert í Vestmannaeyjum. „Farið var í heimsókn í Ísfélagið þar sem krakkarnir fengu leiðsögn með Birni Brimari gegnum uppsjávar- vinnsluna og þá fór Eyþór Harðar með okkur um borð í Heimaey þar sem hann sýndi skipið og sagði frá hvernig hlutirnir fara fram á sjónum. Vinnslustöðin tók á móti okkur með súkkulaði og gosi, Sverrir Haraldsson hélt stutta glærusýningu um fyrirtækið og þar á eftir tók Gunnar Páll á móti okkur í Leo Seafood þar sem krakkarnir fengu að sjá nýju botnfiskvinnsluna. Þeir útveguðu okkur líka gamlan þorsk til þess að við gætum kennt krökkunum skynmat á fisk. Síðasta daginn var farið í bátsferð með Björgunar- sveit Vestmannaeyja. Arnór og Guðni fóru með krakkana á nýja björgunarsveitabátnum hringinn í kringum eyjuna auk þess að út- skýra fyrir þeim starfsemina sem fer fram hjá þeim og kynntu fyrir þeim unglingastarfið.“ Skemmtilegur og áhugasamur hópur Þau fengu líka til sín tvo gesta- fyrirlesara í vikunni. „Erlendur Bogason kafari kom og kynnti fyrir krökkunum heimasíðuna www.sjavarlif.is og sagði þeim frá köfun og rannsóknum á nýjum líf- verum í hafinu. Hrafn Sævarsson kom fyrir hönd ILFS nýja land- Sjávarútvegsskóli unga fólksins í Vestmannaeyjum Hópurinn í heimsókn hjá Ísfélaginu. Eyþór sýnir nemendum brúnna á Heimaey VE. SINDRI ÓLAFSSON sindri@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.