Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Blaðsíða 8
8 | | 20. júlí 2023 Eyjamenn teknir tali: Almenn ánægja með hátíðina en Marcin saknar poppsins Birgir Nielsen Þórsson Hvernig fannst þér á goslokum í ár? Goslokin voru bara frábær enda ekki hægt að kvarta yfir veðrinu sem við fengum. Ferðu reglulega á goslok? Það er allur gangur á því, ég hef síðast- liðin 30 ár verið að spila þessa helgina um allar trissur en núna var ég heima og að tromma. Hvert var verkefnið þitt þessi goslok? Á föstudagskvöldinu lék ég í hljómsveit hússins ásamt Lúðrasveitinni og kórum á stór- tónleikum í íþróttahöllinni sem tókust afar vel og verða örugg- lega lengi í minnum hafðir. Á laugardagskvöldinu kom ég fram ásamt Leikfélagi Vestmannaeyja á Skipasandi og svo spilaði ég í krónni hjá Sigurjóni Ingvars og félögum ásamt hljómsveitinni Klaufar, Bigga Gildru, Sigga Guðna og Kára Kristjáns, það var sannkölluð veisla. Hvaða viðburði mættir þú á? Ég náði að skoða nokkrar sýningar, hefði viljað sjá mikið meira en tíminn leyfði það ekki. Hvað stóð upp úr og af hverju? Veðrið stóð upp úr, svo einfalt var það. Sigrún Alda Ómarsdóttir Hvernig fannst þér á goslokum í ár? Mér fannst þau frábær. Mikið líf, fjölbreytt dagskrá og ekki skemmir að brjálað var að gera í búðinni minni. Laugardags- kvöldið stóð upp úr og stemningin á Skipasandi var geggjuð. Þangað var rölt í góðra vina hópi, mikið sungið og trallað. Ferðu reglulega á goslok? Já hef gert það síðustu ár og stend vakt- ina í búðinni minni alla dagana og býð smá goslokaafslátt. Gestir og heimafólk kunna vel að meta það. Mér finnst alltaf gaman á goslok- um og í ár var það engin undan- tekning. Veðrið var svo frábært og þá er svo gaman. Hvaða viðburði mættir þú á? Ég hef oft farið á listsýningar en í ár náði ég bara að fara á eina, sem mér fannst leitt. Langaði svo á fleiri en var með opið á sama tíma og það var mjög mikið að gera. Síðan var ég með gesti svo ég komst ekki á tónleikana enda þreytt eftir annasama daga á bak við búðarborðið. Hvað stóð upp úr og af hverju? Stemningin í bænum, allir kátir og glaðir stóð upp úr. Gleðin á Skipasandi var æðisleg og tvo daga í röð var metsala í búðinni minn, sem er alls ekki slæmt. Það er það sem stendur helst upp úr þessari frábæru helgi. Á G O S L O K U M M E Ð A D D A Í L O N D O N

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.