Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Blaðsíða 13
20. júlí 2023 | | 13 Þeir voru nokkrir gullmolarnir sem boðið var upp á nýlokinni Goslokahátíð. Hlaðborð listsýn- inga, viðburða af margvíslegu tagi fyrir fólk á öllum aldri að ógleymdum tónleikum sem voru hver öðrum betri. Ofarlega á þeim lista voru tónleikar Eyjakvennanna Silju Elsabetar söngkonu og Helgu Bryndísar píanóleikara í Eld- heimum á laugardaginn. Tón- leikana kölluðu þær Schumann og Oddgeir, blanda sem gekk fullkomlega upp í frábærum flutningi þeirra. Lag og ljóð renna saman í eitt hjá báðum og því komu þær stöllur vel til skila. Sá sem þetta ritar ætlar ekki að stæra sig af mikilli þekkingu á verkum Schumann sem er þekktastur fyrir ljóðalög sín og ljóðaflokka þar sem Frauen- liebe und Leben er meðal þeirra frægustu. Hann fluttu þær í heild sinni og með frábærum söng og undirleik varð til tónlistargaldur þar sem líflegar og hressilegar kynningar Silju á hverju lagi juku enn á töfrana. Ekki brást þeim bogalistin þegar kom að Oddgeiri. Fluttu þær lög af plötu þeirra sem kom út fyrir nokkrum árum. Lögin fluttu þær í upphaflegum út- sendingum Oddgeirs fyrir söng og píanó og ekki varð galdurinn minni en í fyrri hlutanum. Galdur sem náði að heilla gesti í Eldheimum þetta laugardags- síðdegi. Silja Elsabet er frábær söngkona og Helga Bryndís er meðal okkar bestu píanóleikara og saman eru þær dásamlegar. Konan og telpan í eldhúsinu Eina nóttina var Ágúst lengi að beita og kom heim þegar klukkan var að ganga þrjú. Þegar hann sá heim að Kirkjubæ var ljós í eldhúsglugganum. Honum þótti undarlegt að ljósið var blátt en hefði átt að vera hvítt rafljós. Ágúst hugsaði með sér að þetta hlytu að vera heimasæturnar sem voru oft lengi á fótum og skemmtu sér við grammófón. Honum þótti líklegt að þær ætluðu að gera sér einhverja glennu en ætlaði ekki að láta þeim verða kápu úr því klæði, læddist eins hljóðlega og hann gat og þreif eldhúshurðina eldsnöggt upp. Þá brá honum heldur betur. „Eldhúsið var fullt af blárri birtu. Í einu horni þess var skápur sem í var geymd glervara. Í horninu hjá skápnum sá ég konu og telpu. Konan stendur mér glöggt fyrir hugskotssjónum enn þann dag í dag. Þetta var falleg kona, 40-45 ára giska ég á, dökkhærð og dökkeyg. Telpan var 8-9 ára. Hún greip í kjól konunnar sem mér þótti fallegur og var milli þess að vera rauður og brúnn á litinn. Öll glervaran hafði verið tekin út úr skápnum og raðað á borðið,” segir Ágúst. Honum varð svo mikið um að hann vissi ekki hvort þetta stóð lengur eða skemur. Þegar hann vaknaði daginn eftir voru klof- stígvélin hans og vosklæði öll við rúmstokkinn, en hann var vanur að skilja þau eftir við útidyrnar. Guðjón húsbóndi sá að Ágústi var eitthvað brugðið og spurði hvort hann væri veikur, sem Ágúst neitaði. Daginn eftir spurði Guð- jón þess sama og Ágúst neitaði þvi sem fyrr. Þriðja daginn sagði Ágúst frá því sem fyrir hann hafði komið. Þá sagði Guðjón: „Já. Það er kona hérna. Hún er búin að vera lengi og er með mínu leyfi.” Þegar húsið var nýtt og Guðjón nýfluttur inn dreymdi hann að kona með telpukrakka kæmi og bæði hann að lofa sér að vera. Hann svaraði því að það gæti hann ekki. Gekk svo í tvær nætur. Þá þriðju dreymdi hann konuna enn sem lagði nú fast að Guðjóni og sagði að ef hann lofaði sér að vera skyldi hvorki eldur né veður granda húsi hans. Guðjón sagði að ef hún gerði sér að góðu að vera í geymslunni og þar sem heyið var þá mætti hún það. Eftir það dreymdi hann hana ekki. Löngu síðar komu tvö systkini úr Kirkjubæ í heimsókn til Ágústar. Þau spurðu hvort hann hefði ekki orðið einhvers var þegar hann var hjá þeim. Hann sagði þeim sem var. Þau könnuðust þá vel við kon- una og sögðu að það hefði komið fyrir að hún gripi í verk. Til dæmis gerðist það þegar húsfreyjan var að baka kökur í útieldhúsi og brá sér frá til að snúa flekk á túninu að kökurnar voru bakaðar á meðan. Galdrar í söng og undirleik Á G O S L O K U M M E Ð A D D A Í L O N D O N

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.