Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Blaðsíða 17
20. júlí 2023 | | 17 kílómeters siglingu. Er það einstakt í sögunni að svona stór hluti af fjalli fari af stað og sigli þetta langt,“ sagði Páll. Tveir fullir, einn edrú og próflaus Hallgrímur Tryggvason og Jósúa Steinar Óskarsson unnu báðir hjá Vélsmiðjunni Völundi sem flutti starfsemina í Kópavog í gosinu en ákváðu að slá til þegar auglýst var eftir járniðnaðarmönnum úti í Eyjum. Hallgrímur sló á létta strengi í ræðu sinni. Sagði frá því þegar Jósúa Steinar hafði betur í skák við Þorbjörn Sigurgeirsson virtasta jarðfræðing á Íslandi. „Þegar karlinn hafð leikið af sér teygði Jósúa sig yfir borðið og kleip í nefið á kallinum og sagði; mát aulinn þinn. Þess má geta að við fengum ekki að drekka kvöldkaffi með sér- fræðingunum á hótel HB oftar eft- ir þetta atvik,“ sagði Hallgrímur. Og allt í einu var hann orðinn bíóstjóri í Eyjum. Þeir fengu stærsta herbergið á verbúð Vinnslustöðvarinnar til afnota til að sýna ágætis náttúrulífsmyndir. „Þetta voru náttúrulífsmyndir, ekki í anda Davids Attenborough en flottar samt. Jósúa Steinar var út við dyr með stóra Machintos- dollu og rukkaði inn. Alltaf upp- selt,“ sagði Hallgrímur sem stóð vaktina við sýningarvélina. „Þetta vakti mikla athygli og menn sem fóru út fóru í biðröðina aftur og inn. Mjög merkilegar og skemmti- legar myndir sem við sýndum. Sýnt var frá kl. 20.00 til miðnætt- is. Þess má geta að verbúðirnar voru fullar af starfsmönnum Viðlagasjóðs.“ Hann sagði líka söguna því þegar hann ásamt tveimur öðrum áskotnaðist Vodkaflaska sem tveir drukku. Þá vaknaði áhugi á að skoða eldfjallið. Bíll var til reiðu, tveir fullir, einn edrú og próflaus. Hann var látinn keyra. Straujaði næstum niður ljósastaur við lögreglustöðina við Hilmisgötu og náðu að stinga laganna verði af upp við gosstöðvarnar. Hallgrímur sagði þetta hafa verið góðan tíma en þeir bjuggu aðeins tveir að Hrauntúni 3. Um tíma unnu þeir í Áhaldahúsinu hjá Hauk á Reykjum. Langur vinnu- dagur, frá hálf átta á morgnana til sjö eða lengur á kvöldin. „Unnum oft við vertíðarbáta sem komu bil- aðir til Eyja enda eina vélsmiðjan í Eyjum á þessum tíma. Þetta var athyglisverður tími en ég fann mig ekki í Eyjum. Þetta hljóð sem alltaf var í fjallinu fór í taugarnar á mér, vaknaði og sofnaði við drunur. Í maí fór ég upp á land og vann í Vélsmiðjunni Völundi. Flutti aftur til Eyja í enda septem- ber 1973,“ sagði Hallgrímur. Þetta var mjög áhugaverð ráð- stefna og þörf því eins og segir í kynningu, þeim fjölgar ekki kynslóðunum sem muna Heima- eyjargosið 1973. Hljóðfæri Oddgeirs Kristjánssonar sem hafa verið í varðveislu afkomenda Oddgeirs um áratugaskeið voru formlega afhent Sagn- heimum, byggðasafni. Gjöfinni fylgdi sú ósk að sögn Leifs Geirs Hafsteinssonar, eins af afkomendunum, að Eyjamenn og gestir myndu ævinlega fá að njóta þeirra og fræðast um tónlistarsköpun Oddgeirs. Um var að ræða eftirtalin hljóðfæri Oddgeirs: píanó, horn, trompet, gítar, fiðla, blokkflauta og altflauta. Þá voru safninu einnig afhentir ýmsir smá- hlutir til sýninga svo sem pennar, tónsproti, myndavélar og fleira. „Von okkar sem stönd- um að þessari afhendingu er sú að hljóðfærin verði höfð til sýnis í Sagnheimum og þeim ómetanlega menningararfi sem Oddgeir og félagar hans, einkum Árni úr Eyjum og Ási í Bæ, verði áfram gert hátt undir höfði, sagði Leifur Geir á hinni vel heppnuðu dagskrá á þriðjudeginum í goslokahátíðarvikunni. Þá benti hann einnig á að gjöfinni fylgdi vilyrði fyrir styrk úr Minningarsjóði Oddgeirs Kristjánssonar ef safnið vill koma upp gagn- virkum skjá þar sem gestir geta t.d. skoðað handrit, heyrt tóndæmi og fræðst um verk þeirra félaga. Sannarlega höfðingleg gjöf sem er þegar búið að setja smekklega upp á Sagn- heimum gestum og gangandi til yndisauka. Dagskráin á undan var einstaklega vel heppn- uð. Þar var Hafsteinn Guðfinnsson, tengda- sonur Oddgeirs fremstur meðal jafningja í hljómsveitinni Vinum og vandamönnum sem buðu upp á einstaka tónleika þar sem flutt voru þekktustu lög Oddgeirs, minna þekkt og nán- ast óþekkt lög. Gestasöngvari var eyjamærin Silja Elsabet Brynjarsdóttir sem lyftir hverju lagi í hæstu hæðir. Hluti af ímynd Vestmannaeyja Aðsóknin sprengdi Safnahúsið og urðu örugglega einhverjir frá að hverfa en þeir sem náðu að hlýða á tónleikana áttu þarna einstaka stund. Ekki bara að flutningurinn væri nánast fullkominn heldur lyftu kynningar Leifs Geirs tónleikunum á hærra plan. Þar var lýst nánu samstarfi Oddgeirs, Árna og Ása og hvernig einstaka lög urðu til, sumt vitað og annað ekki. Lög Oddgeirs og textar Ása og Árna eru og verða vonandi sem lengst hluti af ímynd Vest- mannaeyja. Tónleikarnir og gjöf fjölskyldu Oddgeirs munu skipta miklu í koma þessum einstaka arfi Eyjanna til komandi kynslóða. Hljómsveitina Vini og vandamenn skipa að þessu sinni: Hafsteinn Guðfinnsson tengdasonur Odd- geirs, Leifur Geir Hafsteinsson barnabarn Oddgeirs, Birgir Hrafn Hafsteinsson barnabarn Oddgeirs, Þórólfur Guðnason tengdamóð- ursonur Oddgeirs, Hafsteinn Þórólfsson barnabarnabarn Oddgeirs, Gísli Helgason tónlistarlegur stjúpsonur Oddgeirs, Ólafur Ást- geirsson bestuvinasonur Oddgeirs (sonur Ása í Bæ), Kristján Steinn Leifsson barnabarnabarn Oddgeirs og Hafsteinn Breki Birgisson barna- barnabarn Oddgeirs. Einstakir tónleikar og ómetanleg tónlistargjöf - Hljómsveitin Vinir og vandamenn stóðu sig vel. - Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Hildur Kristjana Oddgeirsdóttir. Afkomendur Oddgeirs skrifuðu undir gjafabréf.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.