Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Blaðsíða 2
Sigurhanna Friðþórsdóttir með- limur í goslokanefnd var í samtali við Eyjafréttir ánægð með hvernig til tókst. „Goslokanefnd er í skýj- unum með Goslokahátíð 2023. Þetta var í fyrsta sinn sem hátíðin stóð í heila viku og veitti ekki af miðað við fjölda viðburða.“ Gekk hreinlega allt upp Aðspurð að því hvað hafi staðir upp úr í hennar huga var Sig- urhanna ekki í vafa. „Það sem stendur upp úr er veðrið og fólkið. Gestirnir okkar voru til fyrirmyndar í einu og öllu og þrátt fyrir að þetta hafi verið með fjölmennari Goslokahátíðum, ef ekki sú fjölmennasta, þá gekk hreinlega allt upp.“ Hún segir veðrið hafi átt sinn þátt í því hvernig til tókst. „Veðrið spilar auðvitað stóran þátt þar sem fjöldi viðburða fór fram utandyra og metþátttaka var í þeim flest- um.“ Sigurhanna segir það hafa verið erfitt fyrir nefndarmenna að taka þátt í öllu því sem var í boði. „Ég reyndi mitt besta til að mæta á sem flesta viðburði. Trúlega náði ég um 90% þeirra en ég stoppaði yfirleitt stutt á hverjum stað. Oft hefði verið gaman að hafa meiri tíma til að spjalla því suma hafði ég ekki hitt lengi.“ Sum gagnrýni átti rétt á sér Töluverð umræða var um dag- skrána í aðdraganda hátíðarinnar, fannst þér sú umræða sanngjörn, hvernig horfði það við þér? „Auð- vitað hefur fólk ólíkar skoðanir á hvernig Goslokahátíð eigi að vera. Sum gagnrýni átti alveg rétt á sér en annað fannst mér dálítið ósanngjarnt. Goslokahátíð er þakkargjörðar- og menningarhátíð Vestmannaeyinga og því finnst mér nauðsynlegt að minning- um og viðburðum sem tengjast Heimaeyjargosinu séu gerð góð skil. Þá finnst mér mikilvægt að heimafólk eigi sviðið því hér er fullt af hæfileikaríku listafólki á öllum aldri. Auðvitað er gaman að fá gesti af fastalandinu, hvort sem er til að skemmta eða njóta, en það á ekki að vera aðalatriðið að hafa stór nöfn í dagskránni, til þess höfum við Þjóðhátíð. Goslokanefnd óskaði að venju eftir hugmyndum frá bæjarbúum. Allar hugmyndir sem bárust voru skoðaðar og sumar framkvæmd- ar en ákveðið að geyma aðrar. Ég veit að mörg dreymir um að endurvekja stemmninguna í Skvísusundi en það er eins og með bekkjabílana, lög og reglu- gerðir heimila ekki slíkt í dag, ólíkt því sem áður var. Ég vil hvetja þau sem hafa hugmyndir og/eða athugasemdir um það sem betur má fara að senda línu á goslok@vestmanna- eyjar.is Því fyrr því betra, það er auðveldara að bregðast við ef fyr- irvarinn er góður. Goslokanefnd hefur úr ákveðnu fjármagni að spila og reynir sitt besta til að nýta það vel en trúlega gerir fólk sér ekki grein fyrir ýmsum duldum kostnaði sem fellur til. Markmiðið hefur verið að hafa frítt inn á þá viðburði sem skipulagðir eru af goslokanefnd en auðvitað verða aðrir að ráða hvernig þeirra við- burðir eru verðlagðir.“ Hún segir þakklæti vera sér efst í huga eftir hátíðina. „Jákvæðir og glaðir gestir og frábært samstarfs- fólk gerði alla fyrirhöfnina og vinnuna vel þess virði. Ég er strax farin að hlakka til næstu Gosloka- hátíðar sem haldin verður 3.-7. júlí 2024.“ Útgefandi: Eyjasýn ehf. - kt. 480278-0549 Ægissgötu 2 - 900 Vestmannaeyjum. Ritstjórn og ábyrgð: Ómar Garðarsson og Sindri Ólafsson - omar@eyjafrettir.is - sindri@eyjafrettir.is. Umbrot: Leturstofa Vestmannaeyjum ehf. Ljósmyndir: Blaðamenn Eyjafrétta. Prentun: Stafræna Prentsmiðjan ehf. Sími: 481 1300 Netfang: frettir@eyjafrettir.is. Auglýsingar: auglysingar@eyjafrettir.is Veffang: www.eyjafrettir.is EYJAFRÉTTIR er áskriftarblað. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Sigurhanna gekk á Heimaklett ásamt um 50 manns undir öruggri leiðsögn þeirra félaga Svavars og Péturs Steingrímssona. Goslokahátíð er þakkargjörðar- og menningarhátíð Eyjamanna: Strax farin að hlakka til næstu hátíðar Á G O S L O K U M M E Ð A D D A Í L O N D O N

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.