Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Blaðsíða 10
10 | | 20. júlí 2023 „Ég var uppi á Öxnadalsheiði að moka snjó í skítaveðri þegar birtust einhverjir toppar frá Vegagerðinni og spurðu hvort ég vildi fara til Eyja að vinna vegna eldgossins. Þeir komu með mann til að taka við vélinni sem ég var á. Ég sagðist þurfa að fara heim og tala við konuna áður en ég gæti svarað þessu, það voru ekki farsímarnir þá. Ég gat svarað erindinu játandi og fór strax með flugi til Vestmannaeyja,“ segir Jón Hermannsson málarameistari. Hann var 19 ára gamall þegar hann fór til Eyja 1973. Með Jóni fóru þeir Hrafn Ingva- son ýtustjóri og Gylfi Ketilsson viðgerðarmaður. Þeir komu í byrjun mars. Það hafði snjóað og veðrið var mjög stillt. „Ég sá úr flugvélinni að Heimaey var öll hvít nema þar sem hitinn var und- ir. Þar var allt svart, þessu gleymi ég aldrei,“ segir Jón. Unnið var á átta tíma vöktum allan sólarhringinn. Jón og Hrafn skiptust á og voru til að byrja með á gamalli víraýtu þar til að þeir fengu kraftmeiri Caterpillar 6 jarðýtu. Þeir gistu fyrst neðarlega í bænum en urðu að flýja þaðan vegna gasmengunar og fengu inni í húsi nálægt Landakirkju. Fyrsta verkefnið var að ryðja upp varnargörðum þar sem hraunið sótti fram. Efnið sem þeir notuðu var að mestu úr gígbarm- inum sem skreið fram í kringum 20. febrúar og færði fjölda húsa í kaf. Varnargarðarnir náðu alveg frá Skansinum og upp að gígnum, einnig meðfram ströndinni. Jón kynntist Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor sem var frumkvöðull að hraunkælingunni. Gat kveikt í sígarettu á ýtutönninni „Það var gaman að vinna með Þorbirni. Hann var alltaf eitt- hvað að pæla og gera tilraunir,“ segir Jón. M.a. fékk Þorbjörn þá hugmynd að leggja vatnslögn upp á hraunjaðarinn þar sem ekki var mikil hreyfing á hrauninu. „Hann langaði að kæla yfirborðið og ýta kólnaða efninu fram af brúninni til að gera varnargarð. Svo mátti kæla næsta lag og nota það líka. Þetta var prófað. Ég var á vakt einn morguninn þegar Þorbjörn kom. Við fundum stað þar sem gott var að koma vélinni upp á hraunið. Þorbjörn kom inn í ýtuna og við ókum að svæðinu sem búið var að kæla. Mér leist ekki alveg nógu vel á þetta þegar ég sá að það kviknaði jafnóðum í olíudropum sem láku úr ýtunni! Við skófum kælda hraunlaginu fram af brúninni. Það var í mesta lagi um tvö fet (60 sentimetrar) og þar undir var rauðglóandi hraun,” segir Jón. Þeir sneru strax við. Jón ýtti stundum við hrauninu með horninu á ýtutönninni þegar það nálgaðist varnargarðana. Hún varð blá af hita. „Ég reykti á þessum árum og það var ekkert mál að kveikja í sígarettu á tönninni,“ segir Jón. Talið er að allt að eitt þúsund manns hafi verið á Heimaey til að að bjarga innviðum og byggðinni þegar flest var í gosinu. En hvern- ig var stemmningin, var þetta eins og að vera á vertíð? „Ég þekki vertíðarstemmninguna en þetta var mikið alvarlegra og tók greinilega á marga,“ segir Jón. Hann segir að eldfjallagasið hafi vakið mestan ugg. Sjálfur varð hann fyrir gaseitrun við vinnu sína. Við vinnu á versta gassvæðinu „Ég varð máttfarinn og ég varð tvisvar sinnum að stöðva ýtuna og hætta vinnu, þar sem ég hélt mér varla uppi, og dottaði þá um stund,“ sagði Jón í viðtali við dagblaðið Vísi 15. mars 1973. Hann fékk mikinn höfuðverk, varð óglatt og kastaði upp. Þó var hann með gasgrímu. Annar ýtustjóri hafði fengið gaseitrun skömmu áður. Fram kemur í Vísi að ýtustjórarnir hafi sennilega ver- ið á versta gassvæðinu. Þeir unnu austast í bænum og meðal annars í dal sem kallaður var Dauðadalur vegna mikils gass. Ýtustjórarnir voru tiltölulega fljótir að ná sér þegar þeir komust í hreint loft. Jón starfaði í Eyjum í um þrjár vikur. „Ég hef aldrei séð eftir því að hafa farið í þetta verkefni. Þetta var spennandi og maður vildi hjálpa til. Ég vona að varnar- garðarnir hafi bjargað einhverju og að við höfum komið að gagni. Ekki vantaði að menn lögðu mikið á sig. Þetta var stanslaus vinna,“ segir hann. „Það er ekki nokkur spurning að þetta er lang eftirminnilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á um ævina.“ Goslokahátíðin frábrugðin öðrum bæjarhátíðum Jón kom ekki til Vestmannaeyja í mörg ár eftir gosið en síðan fór hann að fara þangað með ferðamenn. Þá var hraunið ekki orðið jafn mikið gróið og nú. Hann sagði að töluvert af vinnu hans hafi verið við varnargarða nálægt þar sem Eldheimar eru. Jón kom fyrst á goslokahátíð fyrir fimm árum og var á nýliðinni hátíð ásamt konu sinni, Ásdísi Óskarsdóttur. Þau voru mjög ánægð. „Mér finnst goslokahátíð- in öðru vísi en aðrar bæjarhátíðir. Eyjamenn eru áberandi opnari og léttari en fólk almennt og taka vel á móti okkur,” segir Jón. Gaseitrun í Dauðadalnum Jón Hermannsson vann að gerð varnargarða í gosinu Eftirminnilegasti vinnustaður ævinnar GUÐNI EINARSSON gudnieinars@gmail.com Jón Hermannsson var 19 ára þegar hann var sendur til Vestmannaeyja til að vinna á jarðýtu í mars 1973. Hann ýtti upp varnargörðum og varð fyrir slæmri gaseitrun.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.