Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Blaðsíða 14
14 | | 20. júlí 2023 „Innan fjölskyldunnar ræddum við það á Covid árunum að gaman væri að minnast þess að pabbi hefði orðið 100 ára á síðasta ári. Ekkert varð af því frekar en á 50 ára afmæli Magnúsarbakarís á sjálfan gosdaginn 23. janúar 1973. Það var svo skrýtið sagði pabbi, þau höfðu ekkert gert af því sem þau ætluðu sér afmælisdaginn fyrir 50 árum. Það var svo ólíkt okkur að framkvæma ekki það sem við plönuðum, sagði hann - eins og það hafi verið skrifað í skýin að það ætti ekki að verða af veislunni. Gosið hófst og engin veisla,“ sagði Óskar Sigmundsson einn afkomenda Magnúsar Bergs- sonar, bakara og útgerðarmanns og Halldóru Valdimarsdóttur. Hugmyndin um að tengja 100 ár frá stofnun Magnúsarbakarís við 50 ára goslokaafmæli fékk hljómgrunn. „Það var eins og það kæmi allt upp í fangið á okkur – allir tilbúnir og allt gekk eins og í sögu. Fjölskyldan afhjúpaði minnisvarða uppi á hrauni beint fyrir ofan þann stað þar sem húsið Tunga, Hótel Berg stóð við Heimagötu 4. Við erum virkilega stolt af því og viljum þakka öllum sem að hjálpuðu til við að gera þetta að veruleika. Mér leið a.m.k. allan tímann þannig að það hafi líka verið einhver sem skrifaði handritið af þessu og að akkúrat svona ætti þetta að vera,“ bætti Óskar við. Það var eftir hádegi föstudaginn 7. júlí sem minnisvarðinn var afhjúpaður og seinna um daginn var komið saman í Safnahúsi. Við afhjúpunina bauð Óskar gesti velkomna, þakkaði bæjaryfir- völdum þeirra velvilja og frænda sínum Gunnari Júlíussyni fyrir hönnun og uppsetningu minn- isvarðans sem hann á allan heiður að. Andrés, bróðir hans stýrði síðan athöfn þar sem Íris Róberts- dóttir bæjarstjóri þakkaði fyrir þetta frumkvæði fjölskyldunnar. Yngstu börnin af hverjum legg afkomenda Magnúsar Bergsson- ar og Halldóru Valdimarsdóttur afhjúpuðu síðan minnisvarðann og síðan voru sungin tvö Eyjalög Gamla gatan mín og Heima undir stjórn Halldórs S. Magnússonar og Oddnýjar Huginsdóttur. Séra Guðmundur fór síðan með bæn og lokaði athöfninni. Í Sagnheimum fór Halldór S. Magnússon fyrir yfir sögu hússins fram til ársins 1957 þar til hjónin Sigmundur Andrésson og Dóra Hanna Magnúsdóttir, Bíbí, tóku við rekstri Magnúsarbakarís á Heimagötu 4 og ráku til ársins 1989, síðast að Vestmannabraut 37. Óskar fór yfir söguna frá 1957 til ársins 1989 og þar til rekstri var hætt árið 2003 eftir 80 ára samfelldan rekstur. Eftir þá yfirferð var kaffi, konfekt og spjall þar sem farið var yfir liðna tíma og fólk hitti samferðafólk sem það hafði ekki hitt lengi. Það vissu ekki allir að systurnar Bíbí og Dídi, Þóra Magnúsdóttir, hefðu átt yngri bróðir en hann fæddist á því örlagaríka ári 1942, árið sem móðir þeirra lést og Halldóri var komið til ættingja í Reykjavík þar sem hann ólst upp. Dóra Hanna, aðeins 16 ára gömul, tók að sér heimilið og að hugsa um yngri systkini sín. „Um kvöldið var veisla sem Bergur M. Sigmundsson stýrði. Þar var slegið á léttari strengi og sýndi Sigurjón Andrésson myndupptökur af afa sínum sem hafði tekið af honum loforð um að ekki mætti sýna fyrr en hann væri orðinn 100 ára eða látinn. Sigmundur Andrésson var því í stóru hlutverki á skjánum og vakti mikla gleði með frásögnum sínum af liðnum tíma. Hluti sem hann var ekki endilega að tala um á sínum tíma og langflestir gestanna því að heyra í fyrsta skipti,“ sagði Óskar eftir vel heppnaðan og eftirminnilegan dag. Vill hann þakka Kára Bjarnasyni og hans fólki í Safnahúsi fyrir aðstoð og hjálpsemi. Afmælisveisla hálfri öld síðar - Bekkurinn er á fallegum stað í vinsællri gönguleið. - Fullt var út úr dyrum á dagskránni um Magnúsarbakaríið. - Bræðurnir Bergur, Andrés og Óskar Sigmundssynir

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.