Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Blaðsíða 16
16 | | 20. júlí 2023 Fjöldi sjálfboðaliða Þá fjallaði Arnar um nokkur verkefni Viðlagasjóðs og heildar- tekjur og útgjöld á tímabilinu 1973 til 1977 þegar uppgjöri lauk og Viðlagatrygging tók við nokkru síðar. Fór hann nokkrum orðum um fjölda sjálfboðaliða sumarið og haustið 1973, en á fyrstu vikum gossins komu til Eyja mörg hund- ruð sjálfboðaliðar við að negla plötur fyrir glugga á húsum, bjarga búslóðum o.fl. Fjöldi sjálfboðaliða sem unnu sumarið 1973, sumir í nokkra daga aðrir í nokkrar vikur, telur um 400 manns. En segja má að um 250 af þeim hafi starfað lengur en í nokkra daga. Stærsta verkefni þeirra yfir sumarið og fram á haust 1973 var við gjall- hreinsun í kirkjugarðinum og gistu margir þeirra í Barnaskólanum og mötuneyti þeirra eins og annarra starfsmanna Viðlagasjóðs var í leikfimisal Gagnfræðaskólans. Stjórnstöðvar Viðlagasjóðs, bæjaryfirvalda, Símans, vísinda- manna og mötuneyti starfsfólks voru í Gagnfræðaskólanum frá lokum mars til loka september 1973. Skólahúsið varð nokkrum árum síðar Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Viðlagasjóður flutti þá aðstöðu sína að Skólavegi 6 og Vestmanneyjabær á sinn fyrri stað á 2. hæð Kirkjuvegs 23 og stjórnstöð fyrir Ice-Can- og Scot-Ice sæstrengina við útlönd sem teknir voru á land í Eyjum var fluttur á ný á símstöðina. Saga Eyja í myndum Að lokum var brugðið upp tæp- lega 140 myndum sem sýna þróun byggðar, atvinnulífs og mannlífs í Eyjum með megináherslu á tímabilið frá upphafi vélbátaaldar 1906 í Eyjum. Skipta má þessu tímabili sem nær yfir tæplega 120 ár í tvennt. Annars vegar tæp 70 ár fram að eldgosinu á Heimaey 1973 og hins vegar 50 ár frá 1973. Margir aðilar komu að myndavali sem tengjast atburðum á hverju ári. Þessi kafli tók um 30 mínútur í sýningu og var eyjatón- list leikin undir. Tilefnið var ærið því frá 1973 eru komnar til sögunnar tvær nýjar kynslóðir og þeir Eyjabúar sem upplifðu á eigin skinni þenn- an einn stærsta atburð Íslands- sögunnar fyrir 50 árum eru margir fallnir frá og aðrir 50 árum eldri. Upphafið að hraunkælingunni Páll sagði frá ferð upp á land með Guðjóni Pedersen, almannavarna- ráði með varðskipinu Ægi og ekki dugði minna en forsetasvítan. Lögðust þeir til svefns eftir að hafa deilt með sér fjórum bjórum. Lagt var af stað að kvöldi til. „Ég vaknaði ekki fyrr en um hádegi daginn eftir í Keflavík. Í millitíð- inni hafði Ægir farið í björgunar- leiðangur 100 mílur suður í höf án þess að ég hefði hugmynd um það,“ sagði Páll. „Fyrir stuttu hélt ég smá erindi fyrir Sögufélagið í Reykjavík og sagði frá þessari siglingu. Á eftir kom til mín mað- ur og sagði; ég var með í þessari ferð og hef aldrei farið í erfiðari ferð.“ Ekki var ævintýrum þeirra lokið því um kvöldið var þeim skutlað í land þar sem varðskipið Týr eða Hvalur 4 beið þeirra. Ófært var inn í Þorlákshöfn en varð- skipsmenn dóu ekki ráðalausir. „Skelltu tuðru í sjóinn, tóku okkur um borð og mér var sagt að sitja á ákveðnum stað. Þegar við kæmum að skipinu átti ég að reisa mig aðeins upp og stökkva þegar mér var sagt að stökkva. Vitlaust veður og við sáum ýmist undir botninn á (Ægi) Tý eða niður á dekkið. Guð hjálpi mér, hugsaði ég með mér. Við komum að skipinu, Þeir sögðu stökktu, ég stökk og þetta gekk al veg ljómandi.,“ sagði Páll. Fyrsta tilraun 6. febrúar Páll sagði svo frá upphafi hraunkælingarinnar sem Þorbjörn Sigurgeirsson, jarðfræðingur var aðalhvatamaður að. „Þann sjötta febrúar fóru slökkviliðsmennirnir okkar, vaskir menn niður á Skans- inn og drógu fram slöngur og sprautuðu á hraunlænu sem kom að austan. Það var eins og við manninn mælt að hraunið fór að renna í hina áttina. Og það þurfti ekki meira til að sannfæra okkur alla sem hér voru.“ Þetta var upphafið af því afreki sem hraunkælingin var og bjarg- aði innsiglingu, höfninni og hluta bæjarins. Um kvöldið fór rafmagnið, ekki var vitað af hverju og en Hávarður Sigurðsson verkstjóri tók eftir því þrýstingurinn í vatnstank- inum hafði fallið. „Við fórum út á Skans þar sem inntakið er. Skrúfuðum fyrir vatnið, byrjuð- um á nýrri leiðslunni og þegar búið var að loka henni hækkaði vatnsþrýstingurinn skyndilega, gamla leiðslan virtist vera í lagi. Í ljós kom að hraun hafði farið yfir vatnsleiðslurnar báðar og rafstrenginn. Gert var við raf- strenginn um haustið og vatns- leiðsluna í febrúar 1974. Gasið og Flakkarinn Stuttu eftir að gosið hefst verða menn varir við gasútstreymi, m.a. í kælivatnsholu Rafveitunnar. Það er ekki fyrr en 13. febrúar sem upplýst er um efnasamsetn- ingu gassins sem átti eftir að valda miklum vandræðum. „Það vildi svo vel til að þetta kvöld var þorrablót í Samkomuhúsinu þar sem við gerðum grein fyrir gasinu og hvað hættulegt það var. Þarna bar vel í veiði því þarna voru næstum allir sem unnu við björgunarstörf í Eyjum.“ Það var svo 19. febrúar að menn verða varir við að eitthvað er að gerast í nýja eldfjallinu, sem var á þeim tíma keilulaga eins og Helgafell. Vestur hlíð þess skreið fram um á annað hundrað metra vegna þrýstings inni gígnum og hliðin sem snýr að bænum lækk- aði um 50 metra. „Við þetta raskast norðurhliðin og stór hluti hennar klofnar frá og fellur niður í hraunstrauminn sem rann undan fellinu og þarna myndast Flakkarinn og hann flýtur niður að innsiglingunni þar sem hann stöðvaðist eftir næstum Bíósalurinn í Kviku var nánast fullsetinn. Hentar einstaklega vel fyrir stærri fundi og ráðstefnur. Horft yfir bæinn af hraunkantinum sumarið 1973. Mynd Sigfús Guðmundsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.