Gripla - 2023, Page 41
SÆ LA OG ÓHEIÐARLEIKI Í HÁVAMÁLUM 39
eiga annars brjóstum í) sem er einfaldlega ekki í textanum þegar hann er
greindur rétt setningafræðilega. Orðasambandið finnst heldur hvergi nema
í skýringum á vísunni eða orðabókum sem samþykkja skýringuna. Þetta
bendir einnig til þess að boðskapurinn snúist aðallega um það að ekki sé
hægt að hafa áhrif á viðhorf eða skoðanir annarra, þótt æskilegt sé að gera
þá að meðmælendum sínum. Í 5. og síðasta kafla fer ég svo yfir rökgerð
vísnanna í heild sinni og set fram túlkunarlykil sem veltur á tvenns konar
greinarmun sem skáldið virðist gera á þolanda og geranda annars vegar og
athöfn og ástandi hins vegar. Að lokum færi ég stuttlega rök fyrir því að
ekki hafi fundist góð ástæða til að hafna einfaldri sérhyggju sem túlkun á
Hávamálum.
II Sæla og sjálfshól
Snemma í Hávamálum má lesa þessar tvær vísur:2
8. 9.
1. Hinn er sæll 1. Sá er sæll
2. er sér um getur 2. er sjálfur um á
3. lof og líknstafi. 3. lof og vit meðan lifir.
4. Ódælla er við það 4. Því að ill ráð
5. er maður eiga skal 5. hefir maður oft þegið
6. annars brjóstum í. 6. annars brjóstum úr.
Sumir ritskýrendur hafa bent á vísurnar til stuðnings þeirri skoðun að sæla
sé höfuðmarkmið hins góða lífs samkvæmt Hávamálum.3 Guðmundur
Finnbogason og Kristján Kristjánsson hafa gert sér mat úr samanburði
á Aristótelískri dyggðasiðfræði og siðaboðskap Hávamála.4 Óttar M.
2 Hér og annars staðar fylgi ég útgáfu Gísla Sigurðssonar: Eddukvæði, útg. Gísli Sigurðsson
(Reykjavík: Mál og menning, 2014).
3 Guðmundur Finnbogason, „Lífsskoðun Hávamála og Aristoteles,“ Skírnir 103 (1929):
85. Óttar M. Norðfjörð, „Hugtakakerfi Hávamála,“ Skírnir 179 (2005), 34. Símon Jóh.
Ágústsson, „Hugleiðingar um Hávamál,“ Lesbók Morgunblaðsins, 8. maí (1955), 258.
Hermann Pálsson, Hávamál í ljósi íslenskrar menningar (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1999),
33.
4 Guðmundur Finnbogason, „Lífsskoðun Hávamála og Aristoteles,“ 103 (1929), 84–102.
Kristján Kristjánsson, „Liberating Moral Traditions: Saga Morality and Aristotle’s
Megalopsychia,” Ethical Theory and Moral Practice 1 (1998), 408–412.