Gripla - 2023, Page 283
HÁ A-ÞÓRA OG ÞORGERÐ UR HÖLGABRÚÐ UR 281
Einnig er leiksins getið í orðasafni frá 18. öld: „Larva persona. Torkenning,
með grímu og annarlegum búnaði; so sem Háa-Þóra, kerlingarleikur“.9
Eftir því sem ég kemst næst er þetta eina heimildin sem bendlar grímur
við leikinn. Raunar er þó varðveitt íslensk gríma frá 17. eða 18. öld eða enn
eldri og eru í henni naglar sem vel mætti hugsa sér að nota „til að festa
við hana eitthvað annað, svo sem húfu eða sjal“.10 Sveinn Einarsson taldi
mestar líkur til að gríman hafi verið notuð í Háu-Þóruleik því að hún er
óhentug til að hafa framan í sér en mundi henta betur til að festa á skaft.11
Heimildir sem ritaðar eru um miðja 19. öld eru ekki eins greinargóðar
enda er þá langt um liðið síðan vikivakaleikir lögðust af. Eigi að síður er
rétt að tjalda því sem til er og byggt var á heimildarmönnum sem fæddust
á 18. öld. Ein slík heimild er ritgerð eftir Magnús Andrésson í Langholti,
rituð 1864, og segist hann byggja á því „sem eg í ungdæmi mínu heyrði
ömmu mína Marínu Guðmundsdóttur segja frá. Hún var fædd 1720.“12
Magnús segir:
Háva-Þóra var faðms langt vefskaft. Upp á það var settur stór og
mikill faldur sem slútti fram, eins og bent er til í Skautaljóðum.
Þessu var verið að veifa upp um rjáfur baðstofunnar áhorfendum til
augnagamans.13
Til er ritgerð af svipuðu tagi eftir Brynjólf frá Minna-Núpi, að stofni til
frá 1862, en heimildarmaður hans var Gunnhildur Jónsdóttir, fædd 1787.
Brynjólfur segir:
Af þeim fáu munnmælum sem til eru um jólagleðir er það að ráða,
að þær hafi verið haldnar á jólanóttina og í kirkju (með prestsleyfi
væntanlega). Safnaðist þar saman fjöldi fólks og lék þar með ýmsu
móti mestan hlut nætur eða hana alla. Ætlandi er, að stundum hafi
allt farið þar siðsamlega fram, en þó mun hitt oftast hafa verið til-
fellið, að menn hafa brúkað alls konar ólæti og gárungaskap eftir
því sem þá datt hvurjum í hug, og er sú sögn til merkis um það, að í
9 Jón Samsonarson 1964, bls. clxxxvi.
10 Mjöll Snæsdóttir 1990, bls. 169.
11 Sveinn Einarsson 1991, bls. 106. Sjá einnig Gunnell 1995, bls. 147.
12 Jón Samsonarson 1964, bls. lxxii.
13 Jón Samsonarson 1964, bls. lxxiii.