Gripla - 2023, Page 302
300 GRIPLA
og hvenær atburðurinn átti sér stað, lýsa honum og geta þátttakenda.
Sagnfræðingarnir Joad Raymond og Noah Moxham hafa sýnt fram á að
nokkurra mánaða eða jafnvel nokkurra ára gamlir atburðir gátu þótt frétt-
næmir á árnýöld og að „fréttir“ voru ekki aðeins skrifaðar eða prentaðar til
að vera „fyrstir með fréttina“ heldur fremur til að staðfesta hana, leiðrétta,
setja í samhengi eða endurmeta fréttir sem höfðu verið að berast munn-
lega manna á milli.20 Í ritstjórnargrein að áðurnefndu Arv-hefti skilgreina
höfundar fyrirbærið „skillingstrykk“ þannig:
As a genre and a medium, skillingstrykk made news, information,
entertainment and gossip circulate within a society. The prints
could move between centre and periphery, between high and low
in society. They were objects of commodification, and at the same
time being rewritten, collected, shared and borrowed. The form of
the ballads made them easy to remember. They rhyme, there is a
rhythm to them, a clear narrative and a schematic form.21
Flugritin upplýstu almenning um skelfilega atburði og þau hljóta að hafa
vakið viðbrögð viðtakenda og haft áhrif á heimsmynd þeirra og hugsunar-
hátt. Þótt inntak og markmið einstakra fréttaballaða geti verið margþætt,
og atburðurinn stundum notaður sem dæmi um víðtækari sannindi eða
sem varnaðarorð, er heitið „fréttaballaða“ gott og gilt að mínu mati. Einnig
er talað um undirgreinar eins og hamfaraballöður (e. disaster ballads) og
aftökuballöður (e. execution ballads) en til þeirra falla fréttaballöður séra
Guðmundar Erlendssonar sem fjallað verður um hér.
Séra Guðmundur Erlendsson og innflutt prent
Guðmundur Erlendsson fæddist árið 1595 eða þar um bil á prestsetrinu
Felli í Sléttuhlíð í Skagafirði þar sem faðir hans var prestur. Fell er ekki
langt frá biskupssetrinu á Hólum í Hjaltadal. Eftir útskrift úr dómkirkju-
skólanum á Hólum þjónaði Guðmundur í ýmsum sóknum norðanlands,
20 Joad Raymond og Noah Moxham, „News Networks in Early Modern Europe,“ News
Networks in Early Modern Europe, ritstj. J. Raymond og N. Moxham (Leiden & Boston,
2016), 1−2.
21 Line Esborg & Katrine Watz Thorsen, „Editorial. New Perspectives on Scandinavian
Skillingstrykk,“ Arv. Nordic Yearbook of Folklore 74 (2018): 7−15.