Gripla - 2023, Page 309
307RÆ NINGJARÍ MUR SÉ RA GUÐMUNDAR ERLENDSSONAR
1199 4to (bl. 41r−48r) er enn fremur ritgerð um stjórnarbyltinguna sem
hefst svona: „Þegar kóngurinn í Englandi Carolus var af general eða
foringja parlamentisins Fairfax hafður úr kastala […].“37 Ritgerðinni lýkur
með þessum orðum: „Þetta er í stuttu máli stjórnar umbreyting sem
nýlega skeð hefur í Englandi samt þeim processen og lagarétti sem þá við-
gekkst. En hvörn enda það muni taka stendur til 00000000 Guð umvendi
00000000.“38 Hugsanlega er hér um að ræða útdrátt úr hinu fyrrnefnda
riti en það verður ekki kannað hér. Ekki er víst að séra Guðmundur hafi
ort út af þessari ritgerð, eða ritgerðum, þótt „minnisannáll“ úr fyrirsögn
kvæðisins minni óneitanlega á ritgerð séra Einars „Engelskt memóríál.“39
Hitt er líklegra að séra Guðmundur hafi fyrir sér aftökuballöður á dönsku
eða þýsku enda voru allmargar samdar víða um Evrópu út af þessum
atburði, m.a. kvæði sem lögð voru konungi í munn eins og styttra kvæði
séra Guðmundar um Karl konung sem hefur yfirskriftina „Sorgarkveðja
Karls Stúarts konungs.“40
Ballaðan um aftöku Karls I. er alllöng, 71 erindi, og hefst á yfirlýsingu
þar sem skáldið greinir áheyrendum frá því að upplýsingar hans komi úr
prentaðri króníku sem gefin var út í London:
Nýr minnisannáll einn er hér
inn í landið fenginn
hvör í Lundún letraður er,
— letraður er —
líka þar fyrst útgenginn. (1. er.)
Söguþráðurinn er dramatískur og æsispennandi, sveiflast á milli þess að
konungur mælir til óvina sinna og þriðju persónu frásagnar af svikum við
konung og aftöku hans. Atburðinum og aðdraganda hans er lýst nákvæm-
1651,“ Pétursskip búið Peter Foote sextugum 26. maí 1984 (Reykjavík: Menningar- og minn-
ingarsjóður Mette Magnussen, 1984), 35−44. ― Ritgerð séra Einars Guðmundssonar er
varðveitt í handriti í bókasafni Uppsalaháskóla sem hefur safnmarkið H 248b. Athyglisvert
er hversu fréttir af aftöku Karls I. bárust fljótt til Íslands. Þýðing séra Einars er gerð
tveimur árum eftir aftökuna.
37 Lbs 1199 4to, bl. 41r. Sjá Jón Samsonarson, „Engelskt memóríál um Karl Stúart I,“ 43.
38 Lbs 1199 4to, bl. 48r. Skorið hefur verið neðan af blaðinu og nokkur orð glatast við það.
39 Jón Samsonarson, „Engelskt memóríál um Karl Stúart I,“43.
40 Um aftökuballöður í orðastað hins dæmda, sjá til dæmis Una McIlvenna, „Ballads of Death and
Disaster,“ 280, og Siv Gøril Brandtzæg, „Singing the News in the Eighteenth Century,“ 36.