Stuðlaberg - 01.11.2021, Page 8

Stuðlaberg - 01.11.2021, Page 8
8 STUÐLABERG 2/2021 Mér þykir vænt um bragformið Rætt við Kristínu Helgu Gunnarsdóttur rithöfund Kristín Helga Gunnarsdóttir sendi á síðasta ári frá sér bókina Fíasól og furðusaga um krakka með kött í maga. Textinn vekur athygli fyrir það hve lipurlega er ort og vel farið með brag- reglurnar. Kristín Helga brást vel við þegar hún var beðin að svara nokkrum spurningum um tilurð bókarinnar og vinnuna við hana. Þú brást á það ráð að senda frá þér bók í bundnu máli. Hver var ástæðan? Ég hef alltaf elskað þulur og er af þeirri kynslóð sem ólst upp við kveðskap í ömmu- og afahúsi og ljóðið var líka alltaf skammt undan í foreldrahúsum. Við lærum það sem fyrir okkur er haft og mín kynslóð lærði brag- fræði í skóla. Við lærðum að það væri reglu- verk og að allir sem reyndu að hnoðast fram hjá regluverkinu og hunsa það með rímið að vopni væru fúskarar og leirarar. Svolítið eins og að smíða lekan kofa eða prjóna vettlinga án þumla. Móðurafi minn kunni ótal vísur, kenndi mér ferskeytlur og fékk mig stundum til að glíma við mínar eigin. Föðurafinn var hagyrðingur og eftir hann liggja fáein ljóð, vísur og sálmur í fjölskylduskúffum. Hann sendi mér peninga þegar ég var við nám á Spáni og þeim fylgdi kvæði í bundnu máli um það hvað ég gæti keypt fyrir pesetana. Þannig hef ég alltaf vitað af þessum brag- fræðilega sáttmála við fortíðina sem þarf að bera virðingu fyrir. Það er hluti af því að þróa stórt tungumál. Það er arfur okkar og ástríða aftur í aldir og okkur ber skylda til að skila honum áfram. Og þá er ég komin að ástæðunni fyrir þulu- bókinni minni. Ég las Theodóru Thoroddsen, Pál J. Árdal, Jóhannes úr Kötlum, Dr. Seuss og önnur barnakvæði og vísur og hafði sér- staklega gaman af því að læra utanbókar það sem rímaði, hafði hrynjandi og takt og líka sögu. Þannig var ég í æsku límheili á texta, kunni öll sjómannalögin og flestar drykkju- vísur sem hægt var að syngja. Lærði erlenda texta utanbókar án þess að skilja þá en mitt uppáhald var En hvað það var skrítið eftir Pál J. Árdal. Mig langaði alltaf til þess að gera þannig bók, heila sögu frá upphafi til enda í bundnu máli. Ég hef stundum föndrað við það alein í lokuðu herbergi en aldrei komist langt – þangað til að ég datt ofan á söguna af fæðingu Fíusólar. Heimur Fíusólar er mér þaulkunnugur eftir nokkrar bækur og það var auðvelt að athafna sig þar með aðferð sem var ný fyrir mér. Þú hefur ekki, að minnsta kosti ekki opinber- lega, fengist mikið við kveðskap. Var þetta erfitt? Nei, mér finnst þetta alls ekki erfið leið, miklu heldur óskaplega skemmtileg. Eins og að leggja í flókinn leiðangur, koma sér í alveg sérstakan gír og vera með nákvæmt fjársjóðskort. Þetta er þrautakóngur, hálfgerð spilamennska, þegar bragfræðin er með í för. En af því að ég er ryðguð og þekkingin nær bara svo og svo langt þá skiptir öllu máli að hafa sterkan ritstjóra sem veit, kann og getur. Þá er maður líka öruggari og þorir lengra, dálítið eins og að læra að sigla, en vera samt aldrei send alein út á sjó. Mér hefði líka þótt ömurlegt að gera þetta vitlaust og asnalega, að klúðrast í hefðbundnum kveðskap án þess að bera virðingu fyrir forminu. Ég er bara alin þannig upp að það er bannað. Það er sóðaskapur og vanvirðing. Og mér finnst uppeldið ekki hafa þvælst fyrir mér í þessu verkefni heldur miklu frekar hjálpað mér að skila betra verki. Hvernig viðtökur fékk bókin? Fékkstu einhver viðbrögð sem sneru að forminu á henni?

x

Stuðlaberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.